Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 27. maí 2022 09:53
Elvar Geir Magnússon
Galdur bætti met Ágústs á sama mánaðardegi
Galdur Guðmundsson.
Galdur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galdur Guðmundsson skoraði eitt af mörkum Breiðabliks í 6-2 sigri gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Galdur er 16 ára og sex vikna og varð með markinu yngsti markaskorari Breiðabliks í opinberri keppni.

'Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu' á Twitter benda á að hann hafi slegið met sem Ágúst Eðvald Hlynsson setti í bikarleik gegn Kríu 26. maí 2016. Sex árum eftir mark Ágústs slær Galdur metið á nákvæmlega sama mánaðardegi.

Ágúst er einmitt leikmaður Vals í dag og kom inn af bekknum í leiknum í gær, líkt og Galdur. Ágúst var því inni á vellinum þegar met hans var slegið.

Markið sem Galdur skoraði í gær var afskaplega glæsilegt, skot í stöngina og inn sem kom Blikum í 5-2.

„Galdur kemur inn á, hann er ungur og áræðinn, skorar mark og veldur miklum usla," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn.

Skemmtilegt fyrir stuðningsmenn Breiðabliks að sjá Galdur skora þetta mark, rétt áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. Þessi efnilegi leikmaður hefur þegar gert þriggja ára samning við FC Kaupmannahöfn og fer til félagsins 1. júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner