Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Jayden Braaf til Dortmund frá Man City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hinn nítján ára gamli Jayden Braaf hefur yfirgefið Manchester City án þess að hafa leikið aðalliðsleik fyrir félagið.

Hollendingurinn ungi hefur samið við Borussia Dortmund á frjálsri sölu. Þýsk félög hafa verið dugleg við að sækja unga leikmenn til Englands.

Braaf er sóknarleikmaður sem var lánaður til Udinese á Ítalíu á síðasta ári og skoraði eitt mark í fjórum leikjum.

Hann hefur leikið fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Hollands.

Braaf kom upphaflega til City 2018 eftir að hafa verið í unglingaliði PSV Eindhoven.


Athugasemdir
banner
banner
banner