Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 27. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Jayden Braaf til Dortmund frá Man City (Staðfest)
Hinn nítján ára gamli Jayden Braaf hefur yfirgefið Manchester City án þess að hafa leikið aðalliðsleik fyrir félagið.

Hollendingurinn ungi hefur samið við Borussia Dortmund á frjálsri sölu. Þýsk félög hafa verið dugleg við að sækja unga leikmenn til Englands.

Braaf er sóknarleikmaður sem var lánaður til Udinese á Ítalíu á síðasta ári og skoraði eitt mark í fjórum leikjum.

Hann hefur leikið fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Hollands.

Braaf kom upphaflega til City 2018 eftir að hafa verið í unglingaliði PSV Eindhoven.


Athugasemdir
banner
banner