Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 22:23
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Þriðji sigur Augnabliks - Kormákur/Hvöt lagði KFS
watermark Augnablik vann þriðja sigur sinn í deildinni og er taplaust eftir fjóra leiki
Augnablik vann þriðja sigur sinn í deildinni og er taplaust eftir fjóra leiki
Mynd: Augnablik
Augnablik vann þriðja sigur sinn í 3. deildinni á þessu tímabili er liðið bar sigur úr býtum gegn Magna, 4-1, í Fífunni í dag.

Rúnar Ingi Eysteinsson og Halldór Atli Kristjánsson kom Blikum í 2-0 áður en varamaðurinn Gunnar Berg Stefánsson minnkaði muninn fyrir Magna.

Halldór Atli kom Blikum í 3-1 áður en Orri Fannar Björnsson gerði út um leikinn. Augnablik er með 10 stig eftir fjóra leiki á meðan Magni er með 6 stig.

Kormákur/Hvöt lagði þá KFS að velli, 2-1. Eyjamenn komust yfir með marki Eyþórs Orra Ómarssonar en gestirnir komu til baka og skoruðu tvö mörk á sautján mínútum í síðari hálfleik.

Ismael Trevor gerði bæði mörkin og náði í annan sigur Kormáks/Hvatar á tímabilinu. KFS er með 3 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Augnablik 4 - 1 Magni
1-0 Rúnar Ingi Eysteinsson
2-0 Halldór Atli Kristjánsson
2-1 Gunnar Berg Stefánsson
3-1 Halldór Atli Kristjánsson
4-1 Orri Fannar Björnsson

KFS 1 - 2 Kormákur/Hvöt
1-0 Eyþór Orri Ómarsson ('17 )
1-1 Ismael Moussa Yann Trevor ('58 )
1-2 Ismael Moussa Yann Trevor ('75 )
Athugasemdir
banner
banner