Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 27. maí 2024 11:09
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti segir mannleg samskipti mikilvægust
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir að mannleg samskipti séu það mikilvægasta í sínu starfi. Ancelotti er að búa sitt lið undir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, leikinn gegn Borussia Dortmund á laugardg.

Sú mýta hefur verið í gangi að Ancelotti sé aðeins góður í að vinna með leikmenn frekar en að taktísk kunnátta hans sé sterk. Annað hefur reyndar komið í ljós og ljóst að hann er hrikalega öflugur í báðu.

Ancelotti segir að það skipti mestu máli í sínu starfi að skapa gott andrúmsloft innan liðsins.

„Ég tel að grundvallaratriði í lífi okkar séu mannleg samskipti. Það er það mikilvægasta, alltaf byggt á að bera virðingu fyrir manneskjunni. Mannleg samskipti eru mikilvægust,“ segir Ancelotti sem er þekktur fyrir að ná vel til leikmanna sinna.

„Ég er ekki sálfræðingur en ég bý yfir mikilli reynslu í klefanum. Ég reyni að ræða við fólk af virðingu, ekki bara um íþróttir heldur einnig daglegt líf. Við erum í umhverfi með 50 einstaklingum, ég eyði meiri tíma með leikmönnunum en konunni minni og börnum. Það verður því að hafa gott vinnuumhverfi."

Ancelotti er sigursælasti stjóri í sögu Meistaradeildarinnar og hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner