Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 27. júní 2024 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján hættur og Jóhannes Karl tekur við Stjörnunni (Staðfest)
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl - Kalli.
Jóhannes Karl - Kalli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti rétt í þessu að breyting hefði verið gerð á þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Kristján Guðmundsson óskaði eftir því að hætta með liðið og við liðinu er tekinn Jóhannes Karl Sigursteinsson.

Kristján var á sínu sjötta tímabili með lið Stjörnunnar en gengi liðsins hefur ekki verið gott í byrjun tímabils. Liðið var í baráttu um Evrópusæti í fyrra en missti af því. Í vetur fóru margir lykilleikmenn úr liðinu og er liðið talsvert lakara en á síðasta tímabil. Stjarnan er í 8. sæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki. Liðið tapaði gegn Víkingi í 10. umferð í gær.

Tímabilið 2022 endaði liðið í 2. sæti deildarinnar og fór því í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra.

Jóhannes Karl tekur við liðinu en hann var síðast aðalþjálfari hjá KR tímabilin 2019-2022. Hann hætti hjá KR snemma tímabilsins 2022. Áður hafði hann þjálfað HK/Víking, Breiðablik og Stjörnuna.

Tilkynning Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Kristján Guðmundsson tók við liði Stjörnunnar í október 2018 og undir hans stjórn hefur liðið tekið miklum framförum, bætt árangur sinn á milli ára og tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða.

Á sama tíma og við þökkum Kristjáni kærlega fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þá tökum við vel á móti nýjum þjálfara en Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur unnið með þjálfarateyminu við leikgreiningar síðustu 2 ár og þekkir því vel til liðsins.

Takk kærlega fyrir okkur Kristján Guðmundsson og velkominn Jóhannes Karl Sigursteinsson.
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner