Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 27. júlí 2020 22:16
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Þeir voru helvíti sprækir
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin var stundum góð og stundum slæm. Þeir voru helvíti sprækir og við skoruðum snemma gott mark en þeir skora tvö mörk og ég veit ekkert hvað gerðist en það var rangstaða í þeim báðum. En það sem gerðist oft í fyrri hálfleik hjá okkur var að við vorum að koma okkur í ágætar stöður en síðasta sendingin var bara léleg. Það var verið að breika á okkur endalaust í fyrri hálfleik og oft í seinni og mér fannst við eiga halda betur í boltann í leiknum.“
Sagði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH um tilfinninguna á vellinum eftir 2-1 sigur FH á Gróttu fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Grótta

FH liðið virkaði á köflum kærulaust í uppspili sínu í leiknum. Er Björn sammála því?

„Ég get vel trúað því að það hafi virkað þannig. Í stöðunni 2-1 fáum við hraðaupphlaup 3 á 1 og og Danni kemst í fínt færi. Mér fannst við eiga að klára leikinn þegar við fengum færi til þess. Sérstaklega á heimavelli við eigum að vera miklu meira effektívir þegar við komumst inní teig andstæðingana en það var ekki þannig í dag.“

Björn var auðsjáanlega þreyttur eftir leikinn og eflaust feginn að sleppa með stigin þrjú.

„Sleppa með það. Við unnum leikinn og tökum stigin þrjú.
Þetta var mikilvægur sigur í ljósi þess að við nálgumst liðin fyrir ofan okkur. Við eigum alltaf einn leik inni á þau þannig að það var mikilvægt að taka þennan leik og koma okkur nær þessum liðum í toppbaráttunni. “


Sagði Björn Daníel en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner