Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. júlí 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kepa biður Sarri og alla afsökunar: Var allt stór misskilningur
Myndir úr úrslitaleiknum 2019.
Myndir úr úrslitaleiknum 2019.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það var eftirminnilegt í úrslitaleik enska deildabikarsins árið 2019 þegar Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, neitaði að fara af velli í framlengingu leiksins. Kepa hafði óskað eftir aðhlynningu þegar skammt var til leiksloka í framlengingunni og Maurizio Sarri, þáverandi stjóri Chelsea, ætlaði að setja varmarkvörðinn Willy Caballero inn á.

Kepa neitaði að fara út af og tók Sarri mikið reiðiskast á hliðarlínunni. Sá spænski kláraði leikinn sem tapaðist í vítaspyrnukeppni. Hann var í kjölfarið sektaður fyrir atvikið.

Kepa hefur síðan útskýrt sína hlið í málinu og í gær skrifaði hann nokkur orð í Player's Tribune.

„Klárum þetta mál hér í eitt skiptið fyrir öll. Þetta var allt einn stór misskilningur. Eftir að ég varði fann ég fyrir einhverju í fætinum og vildi fá sjúkraþjálfarann inn á til að ganga í skugga um að það væri ekkert. Helst vildi ég þó að liðið næði aðeins að hvíla sig," skrifaði Kepa.

„Allt í einu sá ég stjórinn hefði sent Willy Caballero í upphitun. Sarri hélt að ég gæti ekki haldið áfram. Markmiðið var að tefja og hjálpa liðinu. Ég var ekki það alvarlega meiddur að ég gæti ekki haldið áfram að spila."

„Ég reyndi að láta vita að ég væri í lagi, en við vor­um á Wembley fyr­ir fram­an 80 þúsund manns, auðvitað heyrði Sarri ekki í mér. Þegar fjórði dómarinn lyfti skiltinu þá hefði ég átt að fara af velli og biðst afsökunar á því að hafa ekki gert það."

„Það var rangt af mér að gera það sem ég gerði og ég bið alla afsökunar: Maruzio Sarri sem ég virtist grafa undan opinberlega, liðsfélagann Willy sem er frábær atvinnumaður og alla liðsfélaganna og stuðningsmennina sem þurftu að upplifa þetta - öll lætin sem urðu í leiknum og dagana þar á eftir,"
skrifaði Kepa.

Kepa er 26 ára og bætti að einhverju leyti upp fyrir þessa hegðun með góðri frammistöðu í Evrópudeildarinni seinna um vorið þetta ár. Hann hélt áfram að vera aðalmarkvörður liðsins tímabilið 2019-2020 en missti síðasta haust stöðuna til Edouard Mendy sem var keyptur til félagsins.

Kepa er dýrasti markvörður sögunnar en hann var keyptur sumarið 2018 á ríflega sjötíu milljónir punda frá Athletic Bilbao.
Athugasemdir
banner
banner