Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sér Alexander-Arnold sem framtíðarfyrirliða Liverpool
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Pep Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, segir að Trent Alexander-Arnold sé framtíðarfyrirliði liðsins.

Alexander-Arnold er uppalinn í Liverpool. Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið 2016 og er í dag einn hæfileikaríkasti hægri bakvörður í heimi.

Ljinders sér leiðtoga í Alexander-Arnold.

„Ég er svo stoltur af Trent. Hann var alveg með svona mikla tæknilega hæfileika þegar hann var 15 ára gamall," sagði Lijnders í samtali við heimasíðu Liverpool.

„Hann var með öll þau persónuleikaeinkenni sem ég elska: hugarfar til að vinna, ástríðu til að bæta sig en hann lét tilfinningar sínar stundum sigra sig. Hann æfði af svo miklum krafti og kappsemi."

„Skref fyrir þá þróaðist hann í þá stórkostlegu manneskju sem hann er núna... hann er enn með sama eldmóð á æfingum en ég sé þennan unga gæja enn; ég sé leiðtoga, einhvern sem hefur stjórn á tilfinningum sínum, framtíðarfyrirliða."
Athugasemdir
banner
banner
banner