Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 27. september 2020 17:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikki: Þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega dýrt og þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég," sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn Dalvík/Reyni i 2. deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Dalvík/Reynir

„Við vorum bara ekki nógu góðir og Dalvík voru grimmir. Við vissum það alveg, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. En ég var mjög ósáttur við okkur í dag."

„Mér fannst vanta alla baráttu. Við sundurspiluðum þá fyrstu 15-20 mínúturnar en náðum ekki að komast yfir. Svo dettum við aftur á völlinn eins og hefur verið að gerast hjá okkur."

„Það var einhver þreyta í þessu hjá okkur í dag sem er engin afsökun því þeir ferðuðust hingað frá Dalvík og hafa spilað jafnmarga leiki og við. Þeir voru grimmari á alla bolta og við vorum slakir."


Marc McAusland spilandi aðstoðarmaður Mikaels tók út seinni leik sinn í leikbanni sem hann var dæmdur í útfrá YouTube upptöku.

„Hvernig var dæmt í því máli var KSÍ til vansa og þau vita að það á jafnt að ganga yfir alla og það var ekki þannig í þessu tilfelli. Það vorum við ósáttir við," sagði Mikael.

Nánar er rætt við Mikael í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er hann spurður hvort Lengjudraumurinn sé úti?

„Nei, það er ekkert úti í þessu. Við erum þremur stigum frá 2. sætinu og ekki með markatöluna. Að sjálfsögðu verður það mjög erfitt en við hættum ekkert fyrr en það er búið."
Athugasemdir
banner