Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   sun 27. september 2020 17:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikki: Þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega dýrt og þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég," sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn Dalvík/Reyni i 2. deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Dalvík/Reynir

„Við vorum bara ekki nógu góðir og Dalvík voru grimmir. Við vissum það alveg, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. En ég var mjög ósáttur við okkur í dag."

„Mér fannst vanta alla baráttu. Við sundurspiluðum þá fyrstu 15-20 mínúturnar en náðum ekki að komast yfir. Svo dettum við aftur á völlinn eins og hefur verið að gerast hjá okkur."

„Það var einhver þreyta í þessu hjá okkur í dag sem er engin afsökun því þeir ferðuðust hingað frá Dalvík og hafa spilað jafnmarga leiki og við. Þeir voru grimmari á alla bolta og við vorum slakir."


Marc McAusland spilandi aðstoðarmaður Mikaels tók út seinni leik sinn í leikbanni sem hann var dæmdur í útfrá YouTube upptöku.

„Hvernig var dæmt í því máli var KSÍ til vansa og þau vita að það á jafnt að ganga yfir alla og það var ekki þannig í þessu tilfelli. Það vorum við ósáttir við," sagði Mikael.

Nánar er rætt við Mikael í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er hann spurður hvort Lengjudraumurinn sé úti?

„Nei, það er ekkert úti í þessu. Við erum þremur stigum frá 2. sætinu og ekki með markatöluna. Að sjálfsögðu verður það mjög erfitt en við hættum ekkert fyrr en það er búið."
Athugasemdir
banner
banner
banner