Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 27. september 2020 17:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikki: Þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega dýrt og þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég," sagði Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur eftir 1 - 1 jafntefli gegn Dalvík/Reyni i 2. deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Dalvík/Reynir

„Við vorum bara ekki nógu góðir og Dalvík voru grimmir. Við vissum það alveg, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. En ég var mjög ósáttur við okkur í dag."

„Mér fannst vanta alla baráttu. Við sundurspiluðum þá fyrstu 15-20 mínúturnar en náðum ekki að komast yfir. Svo dettum við aftur á völlinn eins og hefur verið að gerast hjá okkur."

„Það var einhver þreyta í þessu hjá okkur í dag sem er engin afsökun því þeir ferðuðust hingað frá Dalvík og hafa spilað jafnmarga leiki og við. Þeir voru grimmari á alla bolta og við vorum slakir."


Marc McAusland spilandi aðstoðarmaður Mikaels tók út seinni leik sinn í leikbanni sem hann var dæmdur í útfrá YouTube upptöku.

„Hvernig var dæmt í því máli var KSÍ til vansa og þau vita að það á jafnt að ganga yfir alla og það var ekki þannig í þessu tilfelli. Það vorum við ósáttir við," sagði Mikael.

Nánar er rætt við Mikael í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er hann spurður hvort Lengjudraumurinn sé úti?

„Nei, það er ekkert úti í þessu. Við erum þremur stigum frá 2. sætinu og ekki með markatöluna. Að sjálfsögðu verður það mjög erfitt en við hættum ekkert fyrr en það er búið."
Athugasemdir