Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. september 2022 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Trippier á undan Alexander-Arnold í goggunarröðinni
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: EPA
Kieran Trippier, varnarmaður Newcastle United, er á undan Trent Alexander-Arnold í goggunarröðinni í enska landsliðinu en þetta segir Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins.

Alexander-Arnold, sem hefur verið einhver besti sóknarbakvörður heims síðustu ár, var ekki í leikmannahópi Englands í 3-3 jafnteflinu gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni á dögunum.

Margir furða sig á því hvernig Southgate hefur engin not fyrir leikmann sem hefur átt stóran þátt í að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu og fleiri bikarkeppnir á síðustu árum.

Í augnablikinu virðist það afar ólíklegt að Alexander-Arnold verði í hópnum sem fer á HM í Katar í nóvember, en Trippier, sem er á mála hjá Newcastle, er framar í goggunarröðinni.

„Ég hef átt löng samtöl við alla sem voru ekki í hópnum," sagði Southgate.

„Í leiknum gegn Ítalíu þurftum við ekkert sérstaklega fleiri til að dekka vinstri bakvarðarstöðuna. Við gerðum það gegn Þýskalandi og þurftum Chilwell á bekknum og svo vorum við með Kieran, sem í augnablikinu, er meiri alhliðaleikmaður en Trent," sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner