Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 28. janúar 2023 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Lúkas Logi sé í verkfalli - „Vanvirðing við félagið"
Lengjudeildin
Var síðasta vetur hjá Empoli á Ítalíu.
Var síðasta vetur hjá Empoli á Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur skorað níu mörk í 31 leik í Lengjudeildinni.
Hefur skorað níu mörk í 31 leik í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Á að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Á að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin var í gær sagt frá því að Lúkas Logi Heimisson, leikmaður Fjölnis, væri farinn í verkfall þar sem hann væri ósáttur við að Fjölnir hefði ekki samþykkt tilboð í sig. Tekið var fram að hann hefði ekki verið með Fjölni í leik í Reykjavíkurmótinu og heldur ekki mætt á æfingar.

Það er áhugi á Lúkasi Loga úr efstu deild og hefur Valur verið hvað mest orðað við þennan nítján ára gamla sóknarmann.

Samningur Lúkasar Logar rennur út næsta haust og geta önnur félög rætt við hann í apríl um að koma frítt eftir tímabilið 2023. Fótbolti.net ræddi við í Geir Kristinsson, formann knattspyrnudeildar Fjölnis, og staðfesti hann að Lúkas væri í verkfalli.

„Já, hann hefur ekki mætt á nokkrar æfingar. Það er áhugi á honum frá mörgum félögum úr efstu deild en þau tilboð sem hafa borist hafa ekki verið nægilega góð. Ég vil taka fram að Fjölnir hefur aldrei staðið í vegi fyrir mönnum þegar þeir hafa kost á því að fara erlendis. Við reyndum að hjálpa honum til Empoli í fyrra en það gekk svo ekki upp."

„Það er skiljanlegt að það sé áhugi innanlands. Við erum opnir fyrir því að hlusta ef það koma góð tilboð, en á meðan það er ekki þá er hann samningsbundinn leikmaður Fjölnis og við viljum að hann sinni því. Auðvitað skilur maður líka að það kitli að það sé áhugi úr efstu deild,"
sagði Geir.

„Já, við höfum metið að tilboðin séu svolítið frá því að vera nægilega há svo við gætum samþykkt þau."

Segjum sem svo að staðan haldi áfram í viku eða tvær. Hversu lengi getur hún haldið áfram áður en það þarf að grípa til einhverra aðgerða?

„Það er eitthvað sem við myndum ræða innanhúss, ræða við leikmanninn og slíkt - reyna að finna góða lausn í þessu. Við viljum finna góða lausn fyrir félagið og leikmanninn. Að þetta haldist í hendur nokkurn veginn."

Geir skaut aðeins á umboðsmenn almennt.

„Félögunum er enginn greiði gerður hvernig umboðsmenn virðast stundum stýra umræðunni í þessu."

Geturu sagt hversu mörg félög hafa lagt fram tilboð í leikmanninn?

„Ég er ekki alveg að fara út í þá sálma. Það eru lið í efstu deild sem hafa sýnt áhuga, bæði lið sem enduðu í efri hlutanum í fyrra og líka aðeins úr neðri hlutanum líka."

Ertu að einhverju leyti svekktur út í leikmanninn?

„Auðvitað erum við ekki sáttir, maður vill alltaf að samningsbundnir leikmenn sinni sínu hlutverki, vill að þeir mæti á æfingar. Annað er vanvirðing við félagið, en þetta mál verður leyst innanhúss."

„Hann er auðvitað mikilvægur leikmaður í okkar hópi, góður leikmaður sem maður hefur mikla trú á. Á sama tíma skilur maður auðvitað líka að það sé metnaður til að spila í efstu deild."

„Helst myndi maður vilja sjá leikmenn hjálpa félagi sínu að komast upp og taka það svo lengra þaðan."


Ætla sér að vinna Lengjudeildina
„Við teljum okkur vera með mjög sterkan hóp og skemmtilegt tímabil framundan í Grafarvoginum. Markmiðið hjá Fjölni er einfaldlega að lenda í fyrsta sæti og sleppa við umspil. Það er markmið númer 1, 2 og 3. Við viljum hafa eins góðan og sterkan leikmannahóp í það og mögulegt er," sagði Geir að lokum.

Lúkas Logi skoraði átta mörk í sautján leikjum fyrir Fjölni í Lengjudeildinni í fyrra og var valinn í lið ársins í deildinni.

Sjá einnig:
Lúkas Logi stoltur: Mun alltaf skoða þá möguleika sem eru í boði (7. okt '22)
Lúkas Logi: Geggjað að fá að spila með rugl góðum Pinamonti og Cutrone
Athugasemdir
banner
banner
banner