Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. febrúar 2021 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Toppliðið hafði betur gegn botnliðinu
Pukki skoraði fyrir Norwich.
Pukki skoraði fyrir Norwich.
Mynd: Getty Images
Wycombe Wanderers 0 - 2 Norwich
0-1 Teemu Pukki ('51 )
0-2 Adam Idah ('87 )

Það fór einn leikur fram í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í dag.

Topplið Norwich fór í heimsókn til Wycombe Wanderers sem er á botni deildarinnar.

Svo fór að toppliðið hafði betur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum skoraði Teemu Pukki og kom Norwich yfir. Adam Idah innsiglaði svo sigur Kanarífuglana þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 0-2 og er Norwich núna með fjögurra stiga forystu og leik til góða á liðið í öðru sæti, Brentford. Wycombe er á botninum, 11 stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner