sun 28. febrúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Draumur De Rossi að stýra Roma
Mynd: Getty Images
Daniele De Rossi, fyrrverandi leikmaður og fyrirliði Roma, hefur viðurkennt það að draumur hans sé að verða þjálfari liðsins einn daginn.

De Rossi er hungraður í að hefja þjálfaraferil sinn en hann hefur neitað nokkrum tilboðum. Hann er að bíða eftir rétta tækifærinu.

„Ég er tilbúinn í þessa nýju áskorun. Ég mun ekki spyrja sjálfan mig hvort hún hefst hjá litlu eða stóru félagi. Ég efast um að stórt félag vilji fá mig strax, það fara allir sína eigin leið á ferlinum," sagði Ítalinn geðþekki.

„Það eru fáir sem geta byrjað á toppnum, eins og Andrea Pirlo. Ég er ánægður með að það sé áhugi á mér. Auðvitað er það draumur minn að verða þjálfari Roma en ég reyni að tala ekki um félagið."

„Ég veit að þegar ég tala um Roma þá eru orð mín túlkuð á sérstakan hátt þar. Ég veit að ég mun alltaf vera til í heimi Roma, en núna er ég einungis fyrrverandi leikmaður liðsins."

De Rossi lék 459 leiki fyrir Roma á 18 árum og skoraði 43 mörk. Hann kláraði feril sinn hjá Boca Juniors í Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner