Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Nikolaj Hansen bjargaði stigi fyrir Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA 1-1 Víkingur
1-0 Viktor Jónsson ('66 )
1-1 Nikolaj Hansen ('90 )


ÍA fékk Víking í heimsókn í Akraneshöllina í kvöld í fjórðu umferð Lengjubikarsins. Fyrir leikinn var ÍA í 2. sæti með sex stig en Víkingur í 4. sæti með fimm stig.

Það var markalaust í hálfleik en heimamenn komust yfir þegar Viktor Jónsson kom boltanum í netið eftir góða fyrirgjöf.

Það var ekki fyrr en á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Nikolaj Hansen jafnaði metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Karli Friðleifi Gunnarssyni.

Víkingur komst í álitlegt færi á lokasekúndum leiksins en Skagamönnum tókst að koma boltanum frá eftir smá klafs inn á teignum og jafntefli niðurstaðan.

ÍA er því komið á toppinn og Víkingur fer uppfyrir Leikni í 3. sætið í bili að minnsta kosti.


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 5 3 1 1 15 - 6 +9 10
2.    KA 5 3 1 1 11 - 6 +5 10
3.    Víkingur R. 5 2 3 0 14 - 6 +8 9
4.    Afturelding 5 2 1 2 16 - 14 +2 7
5.    Leiknir R. 5 1 2 2 12 - 11 +1 5
6.    Dalvík/Reynir 5 0 0 5 1 - 26 -25 0
Athugasemdir
banner
banner
banner