Fyrir 15 árum síðan var Guðjón Örn Ingólfsson að lyfta með Blaz Roca þegar Erpur hvatti hann til að mennta sig í styrktarþjálfun — ráð sem átti eftir að móta feril hans.
Síðan þá hefur Guðjón verið lykilmaður í ótrúlegri uppbyggingu hjá Víkingi Reykjavík, þar sem hann varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum og bikarmeistari fjögur ár í röð. Einnig tók hann þátt í velgengni FH á sínum tíma. Í dag starfar Guðjón sem styrktarþjálfari hjá KR, þar sem hann vinnur náið með Óskari Hrafni Þorvaldssyni.
Í þættinum ræðum við vegferð Guðjóns, hvernig góð styrktarþjálfun getur gert gæfumuninn í knattspyrnu — og hvaða lærdóma hann hefur tekið með sér á leiðinni
Góða skemmtun
Athugasemdir