
,,Þetta var baráttuleikur mikill og við lékum nokkuð vel fannst mér miðað við aðstæður," sagði Rúnar Kristinsson eftir að hafa stýrt KR til sigurs á FH í kvöld.
Liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á KR-velli og lauk honum með 1-0 sigri Vesturbæjarliðsins.
,,Við gerðum nóg til að sigra leikinn. Skoruðum gott mark í fyrri hálfleik og eftir kannski svona 3 til 4 mínútur vorum við búnir að skapa tvö þrjú dauðafæri. Þannig ef maður lýtur á færin í leiknum þá höfum við verið aðeins meira ógnandi en þeir."
Liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á KR-velli og lauk honum með 1-0 sigri Vesturbæjarliðsins.
,,Við gerðum nóg til að sigra leikinn. Skoruðum gott mark í fyrri hálfleik og eftir kannski svona 3 til 4 mínútur vorum við búnir að skapa tvö þrjú dauðafæri. Þannig ef maður lýtur á færin í leiknum þá höfum við verið aðeins meira ógnandi en þeir."
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 FH
Baldur Sigurðsson skoraði eina mark leiksins með góðum skalla eftir flottan undirbúning Gary Martin.
,,Já mjög gott mark. Fínt spil og frábær sending frá Gary inn í teiginn og Baldur var mættur á þann stað sem við viljum hafa hann og viljum hafa hann."
,,Ég held að við hefðum getað skorað fleiri mörk og gert þetta aðeins auðveldara en það er aldrei þannig í bikarleikjum. Við erum að spila á móti FH sem er eitt besta lið landsins í dag og þá verður maður að sætta sig við sigra. Ég held að maður sé ekki að svekkja sig yfir því að skora ekki fleiri mörk."
,,Ég er virkilega sáttur með leik alls liðsins. Vörnin stóð sig frábærlega sérstaklega og Stefán sterkur fyrir aftan."
Jóni Ragnari Jónssyni var vikið af velli í liði FH fyrir að hafa farið með takkana í brjóstkassa Baldurs. Rúnar telur brotið ekki endilega hafa verðskuldað beint rautt spjald.
,,Ég veit ekki hvort maður eigi að reka beint út af fyrir þetta. Auðvitað er þetta ekki viljaverk, að ég held, en þetta leit vissulega illa út. Ég ætla þó ekki að leggja dóm á það."
Athugasemdir