Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
   mið 28. maí 2014 22:51
Daníel Freyr Jónsson
Rúnar: Baldur var mættur þangað sem við viljum hafa hann
Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans í vesturbænum í kvöld.
Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var baráttuleikur mikill og við lékum nokkuð vel fannst mér miðað við aðstæður," sagði Rúnar Kristinsson eftir að hafa stýrt KR til sigurs á FH í kvöld.

Liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á KR-velli og lauk honum með 1-0 sigri Vesturbæjarliðsins.

,,Við gerðum nóg til að sigra leikinn. Skoruðum gott mark í fyrri hálfleik og eftir kannski svona 3 til 4 mínútur vorum við búnir að skapa tvö þrjú dauðafæri. Þannig ef maður lýtur á færin í leiknum þá höfum við verið aðeins meira ógnandi en þeir."

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Baldur Sigurðsson skoraði eina mark leiksins með góðum skalla eftir flottan undirbúning Gary Martin.

,,Já mjög gott mark. Fínt spil og frábær sending frá Gary inn í teiginn og Baldur var mættur á þann stað sem við viljum hafa hann og viljum hafa hann."

,,Ég held að við hefðum getað skorað fleiri mörk og gert þetta aðeins auðveldara en það er aldrei þannig í bikarleikjum. Við erum að spila á móti FH sem er eitt besta lið landsins í dag og þá verður maður að sætta sig við sigra. Ég held að maður sé ekki að svekkja sig yfir því að skora ekki fleiri mörk."

,,Ég er virkilega sáttur með leik alls liðsins. Vörnin stóð sig frábærlega sérstaklega og Stefán sterkur fyrir aftan."

Jóni Ragnari Jónssyni var vikið af velli í liði FH fyrir að hafa farið með takkana í brjóstkassa Baldurs. Rúnar telur brotið ekki endilega hafa verðskuldað beint rautt spjald.

,,Ég veit ekki hvort maður eigi að reka beint út af fyrir þetta. Auðvitað er þetta ekki viljaverk, að ég held, en þetta leit vissulega illa út. Ég ætla þó ekki að leggja dóm á það."
Athugasemdir
banner
banner