Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 28. júní 2020 21:54
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Búnir að tapa leiknum í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson og hans menn í HK þurftu að sætta sig við skell gegn Val á heimavelli í kvöld. 4-0 tap niðurstaðan en Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir hálftíma leik.

Til að gera vonda sögu enn verri þá fékk Leifur Andri Leifsson rautt spjald í aðdraganda þriðja mark Vals og því var síðasti klukkutími leiksins fyrir HK erfiður. Þeir gerðu þó vel og geta borið höfuðið hátt með karakterinn sem liðið bauð uppá eftir þriðja mark Vals.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 Valur

„Við erum búnir að tapa leiknum í hálfleik. Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og við reynum. Það var það sem við töluðum um í hálfleik. Við vorum þrír á miðjunni sem er mikil vinna og mikil hlaup. Menn skiluðu því ágætlega. Við reyndum að hafa tvo frammi sem gekk að einhverjuleyti til að setja pressu á þeirra öftustu menn," sagði Brynjar Björn og hélt áfram.

„Niðurstaðan er engu að síður 4-0 tap og við verðum að taka það á kinnina í dag og halda áfram næstu vikur."

Jón Arnar Barðdal leikmaður HK sem fór á kostum í 3-0 sigri HK gegn KR í síðustu umferð var fjarri góðu gamni í kvöld. Jón Arnar er kominn í sóttkví. Brynjar Björn þurfti því að gera breytingu á liði sínum í hádeginu í dag.

„Þetta truflaði okkur ekki, nema að því leyti að við þurftum að gera breytingu á liðinu í hádeginu í dag. Stefan Ljubicic kom inn í byrjunarliðið og það hefði verið hægt að koma inn í auðveldari leik og sýna sitt rétta andlit. Við vorum komnir með Jón Arnar inní byrjunarliðið með ákveðinn rythma og við kannski töpuðum því aðeins, en akkúrat þessi umræða útskýrir ekki tapið í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner