Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 28. júní 2020 21:54
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Búnir að tapa leiknum í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson og hans menn í HK þurftu að sætta sig við skell gegn Val á heimavelli í kvöld. 4-0 tap niðurstaðan en Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir hálftíma leik.

Til að gera vonda sögu enn verri þá fékk Leifur Andri Leifsson rautt spjald í aðdraganda þriðja mark Vals og því var síðasti klukkutími leiksins fyrir HK erfiður. Þeir gerðu þó vel og geta borið höfuðið hátt með karakterinn sem liðið bauð uppá eftir þriðja mark Vals.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 Valur

„Við erum búnir að tapa leiknum í hálfleik. Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og við reynum. Það var það sem við töluðum um í hálfleik. Við vorum þrír á miðjunni sem er mikil vinna og mikil hlaup. Menn skiluðu því ágætlega. Við reyndum að hafa tvo frammi sem gekk að einhverjuleyti til að setja pressu á þeirra öftustu menn," sagði Brynjar Björn og hélt áfram.

„Niðurstaðan er engu að síður 4-0 tap og við verðum að taka það á kinnina í dag og halda áfram næstu vikur."

Jón Arnar Barðdal leikmaður HK sem fór á kostum í 3-0 sigri HK gegn KR í síðustu umferð var fjarri góðu gamni í kvöld. Jón Arnar er kominn í sóttkví. Brynjar Björn þurfti því að gera breytingu á liði sínum í hádeginu í dag.

„Þetta truflaði okkur ekki, nema að því leyti að við þurftum að gera breytingu á liðinu í hádeginu í dag. Stefan Ljubicic kom inn í byrjunarliðið og það hefði verið hægt að koma inn í auðveldari leik og sýna sitt rétta andlit. Við vorum komnir með Jón Arnar inní byrjunarliðið með ákveðinn rythma og við kannski töpuðum því aðeins, en akkúrat þessi umræða útskýrir ekki tapið í dag."
Athugasemdir
banner