Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax hafnaði Arsenal - Undirbúa betra tilboð
Martinez á sjö leiki að baki fyrir argentínska landsliðið.
Martinez á sjö leiki að baki fyrir argentínska landsliðið.
Mynd: Getty Images

Sky Sports greinir frá því að Arsenal sé að undirbúa nýtt og endurbætt tilboð í Lisandro Martinez eftir að Ajax hafnaði fyrsta tilboðinu.


Arsenal bauð um 30 milljónir evra en Ajax mun ekki selja varnarmanninn fjölhæfa fyrir minna en 40 milljónir.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United sem kom frá Ajax, hefur einnig miklar mætur á Martinez og er hann ofarlega á óskalistanum. Arsenal vill því hafa hraðar hendur og ljúka viðræðum sem fyrst.

Martinez var einn af allra bestu varnarmönnum hollenska deildartímabilsins en stórveldi í Evrópu efast um gæði hans vegna þess að hann er ekki nægilega hávaxinn. 

Martinez, sem spilar aðallega sem miðvörður en getur einnig spilað í vinstri bakverði og sem varnartengiliður, er ekki nema um 1,75m á hæð. 


Athugasemdir
banner
banner
banner