Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
   mið 28. júní 2023 22:36
Elvar Geir Magnússon
Ómar Ingi: Töpuðum boltanum klaufalega og vorum illa staðsettir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frækinn sigur gegn Breiðabliki í síðustu umferð tapaði HK 3-2 fyrir Fram í kvöld. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var spurður að því hvort það hafi ekki verið vonbrigði að ná ekki að fylgja sigrinum gegn Blikum eftir?

Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 HK

„Þetta var svekkjandi tap í kvöld, sama hvaða leikur var á undan. Fram komst í hættulega stöður og náði að nýta þær vel. Við hefðum getað skorað meira og unnið leikinn, það hefði getað farið þannig," sagði Ómar.

HK náði að jafna í 1-1 en mínútu síðar var Fram búið að ná forystunni aftur. Voru menn annars hugar?

„Við vorum nýbúnir að vinna boltann og spilum honum beint á þá. Við vorum í sóknarhug. Við töpuðum boltanum klaufalega frá okkur og vorum illa staðsettir þegar boltinn kemur inn í teiginn."

Það kemur núna smá skrítinn taktur á mótið og eins og Ómar talar um í viðtalinu þá er HK í raun að fara í lengra hlé núna en í landsleikjaglugganum.

„Þetta eru fimmtán dagar. Tilfinningin eftir þennan leik, og ég held að strákarnir séu sama sinnis, ég hefði viljað spila aftur sem fyrst."
Athugasemdir