Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 28. júlí 2022 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Blikar áfram þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Buducnost 2 - 1 Breiðablik (3-4 samanlagt)
1-0 Branislav Jankovic ('37)
1-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('50)
2-1 Vladan Adzic ('86)


Lestu um leikinn: Buducnost 2 -  1 Breiðablik

Breiðablik er komið áfram í undanúrslit í forkeppni Sambandsdeildarinnar þrátt fyrir tap gegn Buducnost í Svartfjallalandi.

Það var lítið að frétta fyrsta hálftímann en svo fengu Blikar dauðafæri þegar Kristinn Steindórsson skallaði boltann framhjá. Skömmu síðar refsuðu heimamenn með opnunarmarki leiksins, Branislav Jankovic skoraði þá eftir góða stungusendingu frá Zoran Petrovic.

Skömmu síðar komust Svartfellingar nálægt því að tvöfalda forystuna en boltinn endaði framhjá og staðan 1-0 í hálfleik, 2-3 samanlagt.

Ísak Snær Þorvaldsson var snöggur að jafna leikinn í síðari hálfleik. Hann gerði frábærlega að taka á móti fastri sendingu frá Viktori Karli Einarssyni, snúa sér við og klára í netið með fagmannlegu slútti.

Heimamenn komust nálægt því að taka forystuna skömmu síðar en Anton Ari Einarsson varði meistaralega og var lítið að frétta þar til Blikar virtust byrja að taka völdin á vellinum á lokakaflanum. Höskuldur Gunnlaugsson skaut í stöngina rétt áður en Vladan Adzic skoraði fyrir Buducnost, með skalla eftir aukaspyrnu.

Dómarinn bætti sex mínútum við venjulegan leiktíma og tókst Svartfellingum ekki að skora annað mark. Blikar fara því áfram í næstu umferð og mæta afar sterkum andstæðingum - Istanbul Basaksehir.

Víkingur R. er einnig komið áfram í næstu umferð og mætir pólska stórliðinu Lech Poznan. 


Byrjunarlið Buducnost:
1. Milos Dragojevic (m)
7. Lazar Mijovic
11. Zoran Petrovic
14. Ariel Lucero
16. Branislav Jankovic
22. Miomir Djurickovic
29. Vasilije Terzic (f)
33. Vladan Adzic
34. Viktor Djukanovic
35. Damjan Dakic
36. Petar Vukovic

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
Athugasemdir
banner
banner
banner