Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fim 28. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ajax og Arsenal fylgjast náið með liðsfélaga Dags
Mynd: Getty Images
Ajax og Arsenal eru áhugasöm um úrúgvæska framherjann Facundo Torres, en sá er á mála hjá Orlando City í Bandaríkjunum.

Torres, sem er 23 ára gamall, kom til Orlando frá Penarol í heimalandinu fyrir ári síðan.

Framherjinn hefur skorað 12 mörk í 33 leikjum sínum með liðinu og hjálpaði því meðal annars að vinna opna bandaríska bikarinn á síðasta ári.

Ajax og Arsenal hafa bæði sent njósnara til Bandaríkjanna til að skoða Torres. Þetta segir Fabrizio Romano.

Torres hefur sjálfur staðfest að hann hafi rætt við Arsenal í janúar en félagið sér hann fyrir sér sem varaskeifu fyrir enska landsliðsmanninn Bukayo Saka.

Dagur Dan Þórhallsson er liðsfélagi Torres hjá Orlando og hafa þeir verið að tengja ágætlega saman á hægri vængnum í síðustu leikjum, en Dagur spilar í bakverðinum á meðan Torres er á kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner