fös 28. október 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn kom við sögu í sigri - Aron og Kristófer í tapliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Horsens

Kolbeinn Þórðarson fékk að spila síðustu mínúturnar í 3-1 sigri Lommel SK gegn Virton í B-deildinni í Belgíu.


Kolbeinn er kominn með eina stoðsendingu í fimm leikjum en Lommel er með 12 stig eftir 10 umferðir. Kolbeinn missti af upphafi tímabilsins vegna meiðsla.

Í Hollandi kom Kristófer Ingi Kristinsson inn af bekknum til að spila síðasta stundarfjórðunginn í 1-2 tapi Venlo gegn Jong AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni.

Venlo byrjaði tímabilið vel en þetta var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum. Venlo er með 19 stig eftir 13 umferðir og stefnir á að berjast um sæti í efstu deild. 

Að lokum var Aron Sigurðarson í byrjunarliðinu hjá Horsens sem steinlá gegn toppliði dönsku deildarinnar, Nordsjælland.

Nordsjælland vann leikinn aðeins 2-0 en hefði getað unnið talsvert stærra. Aron og félagar áttu ekki eina einustu marktilraun í leiknum og eru komnir með 18 stig eftir 15 umferðir.

Lommel 3 - 1 Virton

Venlo 1 - 2 Jong AZ 

Nordsjælland 2 - 0 Horsens


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner