Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á eftir klukkutíma leik þegar Hertha Berlin vann dramatískan sigur gegn Dusseldorf í næst efstu deild í Þýskalandi í gær.
Eina mark leiksins kom þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki með Dusseldorf vegna meiðsla.
Hertha Berlin er í 8. sæti með 14 stig eftir tíu umferðir en Dusseldorf er í 13. sæti með 10 stig.
Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á eftir klukkutíma leik þegar Venezia tapaði 3-2 gegn Carrarese í næst efstu deild á Ítalíu. Venezia var með 2-1 forystu fram á 84. mínútu þegar Carrarese jafnaði metin og sigurmarkið kom á sjöttu mínútu í uppbótatíma.
Venezia er í 7. sæti með 13 stig eftir níu umferðir.
Óttar Magnús Karlsson spilaði seinni hálfleikinn í 1-0 tapi Rreenate gegn Lecco í C-deildinni. Renate er í 6. sæti meeð 13 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir



