Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vardy sýndi listir sínar þegar hann fagnaði fyrsta markinu
Mynd: EPA
Jamie Vardy opnaði markareikninginn sinn fyrir Cremonese í ítölsku deildinni en hann skoraði í 1-1 jafntefli liðsinis gegn Atalanta í gær.

„Ég er í skýjunum með fyrsta markið en ég er svekktur að við náðum ekki í stigin þrjú eftir að hafa komist yfir svona seint í leikinn. Þetta er samt skref í rétta átt," sagði Vardy.

Hann er orðinn 38 ára en hann sýndi að hann væri í góðu formi þegar hann fagnaði markinu með því að taka handahlaup og heljarstökk.

„Mér líður vel. Ég hugsa vel um sjálfan mig, sé til þess að ég endurheimti vel og verð eins nálægt 100 prósent fyrir hvern einasta leik. Ef stjórinn vill að ég spili þá er ég klár," sagði Vardy.


Athugasemdir
banner
banner