Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson: Liverpool á sérstakan stað í hjarta mínu
Mynd: EPA
Jordan Henderson, leikmaður Brentford, var í skýjunum eftir sigur liðsins gegn Liverpool í kvöld.

„Við stóðum saman frá byrjun, við vissum að þetta yrði erfitt á köflum. Liverpool er heimsklassa lið með heimsklassa leikmenn. Þú munt verjast á köflum og við gerðum það," sagði Henderson.

Henderson yfirgaf Liverpool árið 2023 eftir tólf ár hjá félaginu en hann bar fyrirliðabandið þar. Hann var spurður að því hvernig væri að mæta liðinu.

„Þetta var líf mitt í 12 ár. Það var svolítið skrítið en að því sögðu vissi ég að um leið og flautað væri til leiks væri þetta eins og hver annar leikur og ég var einbeittur og tilbúinn," sagði Henderson.

„Ég var þarna í 12 ár og helgaði því stóran hluta lífs míns. Börnin mín fæddust þar. Liverpool á sérstakan stað í hjarta mínu. Ég vil að Liverpool gangi vel en auðvitað ekki þegar við spilum á móti þeim. Það breytist aldrei. Stuðningsmennirnir vorru alltaf frábærir. Það var gaman að sjá nokkra, ég veit að nokkrir fóru snemma heim út af úrslitunum."
Athugasemdir
banner