Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   sun 26. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hraunaði yfir markvörðinn sinn: Á að verja og tala minna
Mynd: EPA
Ivan Juric, stjóri Atalanta, var ekki parsáttur við Marco Carnesecchi, markvörð liðsins, eftir jafntefli gegn nýliðum Cremonese í ítölsku deildinni í gær.

Þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð en Carnesecchi sagði að liðið þyrfti að skipta um gír annars myndi liðið ekki ná árangri.

„Hann er metnaðarfullur en hann hefur rangt fyrir sér. Hans starf er að verja skot, vera fagmaður og tala miklu minna. Það á við um marga leikmenn, ekki bara hann," sagði Juric.

„Ég er ánægður með frammistöðuna heilt yfir en það pirrar mig þegar við sköpum svona mikið af færum og vinnum ekki. Hann á ekki efni á að tala svona. Hann er goður drengur, hann er að gera mjög vel og ég sé hvað hann leggur mikið á sig en allir leikmennirnir gera það. Ef við sköpum 20-25 færi í leik og skorum ekki þá eru ástæður fyrir því. Lookman og Scamacca æfðu ekki í sumar svo þeir þurfa að komast í form."
Athugasemdir
banner