Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   lau 25. október 2025 23:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Enn eitt tapið hjá Athletic - Dramatík í Girona
Borja Mayoral
Borja Mayoral
Mynd: EPA
Fjórir leikir fóru fram í spænsku deildinni í dag. Athletic Bilbao er í miklum vandræðum, það var dramatík í Girona og Espanyol og Villarreal unnu góða sigra.

Borja Mayoral var hetja Getafe en hann skoraði eina mark leiksins gegn Athletic eftir að Unai Simon varði boltann beint fyrir fætur Mayoral.

Athletic vann fyrstu þrjá leikina á tímabilinu en liðið hefur aðeins unnið einn leik og gert tvö jafntefli síðan þá. Liðið er í 8. sæti með 14 stig, jafn mörg stig og Getafe sem er í 9. sæti.

Það var mikil dramatík þegar Girona fékk Real Oviedo í heimsókn. Oviedo náði tveggja marka forystu en Girona kom til baka og Cristhian Stuani fullkomnaði endurkomuna þegar hann skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Dramatíkinni var ekki lokið þar sem David Carmo jafnaði metin fyrir Oviedo þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Liðin eru í tveimur neðstu sætunum með sjö stig.

Villarreal er í 3. sæti meeð 20 stig, tveimur stigum á eftir Barcelona og fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid eftir sigur gegn Valencia. Valencia er með 9 stig í 15. sæti. Espanyol er í 4. sæti með 18 stig eftir sigur gegn Elche sem er í 7. sæti með 14 stig.

Valencia 0 - 2 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('45 , víti)
0-2 Santi Comesana ('57 )

Athletic 0 - 1 Getafe
0-1 Borja Mayoral ('75 )

Girona 3 - 3 Oviedo
0-1 Federico Vinas ('38 , víti)
0-2 Salomon Rondon ('57 )
1-2 Christian Stuani ('64 , víti)
2-2 Azzedine Ounahi ('83 )
3-2 Christian Stuani ('90 , víti)
3-3 David Carmo ('90 )

Espanyol 1 - 0 Elche
1-0 Carlos Romero ('47 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir