Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville: Amorim er ekki laus við pressuna
Mynd: EPA
Man Utd er á miklu flugi þessa dagana en liðið vann Brighton í gær. Það var þriðji sigur liðsins í röð í úrvalsdeildinni.

Man Utd vann erkifjendaslaginn gegn Liverpool í síðustu viku og er stigi á undan erkifjendunum í 4. sæti.

Ruben Amorim hefur lengi verið undir mikilli pressu og Gary Neville, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd, segir að pressan sé örlítið farin að minnka.

„Sagan fyrir þennan leik var sú að Manchester United gat ekki tekið skref til baka eftir það sem gerðist á Anfield í síðustu viku og sigurinn í dag (í gær) var algjörlegt lykilatriði," sagði Neville.

„Ég held að þetta hafi verið besta og mikilvægasta vika Ruben Amorim sem stjóri Man Utd. Ég held að þetta gefi honum smá tíma. Ég er ekki að segja að hann sé laus við pressuna en Manchester United er við toppinn í deildinni og það tekur mikla pressu af honum.“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
11 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner