Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   lau 25. október 2025 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: De Bruyne og McTominay á skotskónum í toppslagnum
Vardy opnaði markareikninginn
Mynd: EPA
Napoli er á toppnum í ítölsku deildinni eftir sigur gegn Inter í toppslag í kvöld.

Kevin De Bruyne kom Napoli yfir með marki úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik.

Snemma í seinni hálfleik bætti Scott McTominay við öðru markinu með glæsilegu viðstöðulausu skoti. Stuttu síðar fékk Inter vítaspyrnu og Hakan Calhanoglu skoraði úr henni og minnkaði muninn.

Frank Anguissa innsiglaði sigur Napoli þegar tæplega klukkutími var til leiksloka.

Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Cremonese í deildinni eftir komuna frá Leicester í sumar þegar nýliðarnir gerðu jafntefli gegn Atalanta.

Napoli er á toppnum með 18 stig, stigi á undan Milan. Inter er í 4. sæti með 15 stig. Atalanta er í 8. sæti með 12 stig og Cremonese er í 10. sæti með 11 stig.

Cremonese 1 - 1 Atalanta
1-0 Jamie Vardy ('78 )
1-1 Marco Brescianini ('84 )

Napoli 3 - 1 Inter
1-0 Kevin De Bruyne ('33 , víti)
2-0 Scott McTominay ('54 )
2-1 Hakan Calhanoglu ('59 , víti)
3-1 Andre Zambo Anguissa ('66 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
17 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner
banner