Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 29. febrúar 2020 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Granada tókst ekki að sigra
Tveimur síðustu leikjum dagsins í spænska boltanum er lokið. Leganes og Alaves mættust í fallbaráttunni fyrr í dag áður en Granada tók á móti Celta Vigo.

Lucas Perez kom Alaves yfir í upphafi síðari hálfleiks gegn Leganes en Guido Carrillo jafnaði tólf mínútum síðar.

Heimamenn í Leganes komust nokkrum sinnum nálægt sigurmarki en inn vildi boltinn ekki og urðu lokatölur 1-1.

Granada gerði svo markalaust jafntefli í bragðdaufum leik gegn Celta þar sem aðeins tvær marktilraunir af tuttugu rötuðu á rammann.

Granada er fimm stigum frá Evrópusæti eftir kvöldið. Alaves siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Celta Vigo er þremur stigum frá fallsvæðinu. Leganes er í fallsæti, fimm stigum eftir Celta.

Leganes 1 - 1 Alaves
0-1 Lucas Perez ('47)
1-1 Guido Carrillo ('59)

Granada 0 - 0 Celta Vigo
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
9 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
10 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
11 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
15 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
16 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
17 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
18 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir