Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. febrúar 2020 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stórleik frestað á Ítalíu - Fimm leikjum frestað vegna kóróna veirunnar
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum í Seríu A hefur verið frestað vegna kóróna veirunnar. Meðal þeirraer stórleikur Juventus gegn Inter.

Heimaleikjum Udinese, AC Milan, Parma og Sassuolo hefur einnig verið frestað vegna útbreiðslu kóróna veirunnar.

Upphaflega átti að leika þessa leiki fyrir luktum dyrum en Sería A ákvað í morgun að fresta þessum leikjum.

Allir þessir leikir hafa verið settir á miðvikudaginn 13. maí. Úrslitaleikur ítalska bikarsins átti að fara fram þann dag en mun fara fram viku seinna, miðvikudaginn 20. maí.

Heimaleikir Lazio, Napoli, Lecce og Cagliari munu fara fram og verða stuðningsmenn í stúkunni. Óvíst er með heimaleik Sampdoria á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner