Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. apríl 2021 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Ótrúleg titilbarátta - Sögulegt tap Barcelona
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona 1 - 2 Granada
1-0 Lionel Messi ('23)
1-1 D. Machis ('63)
1-2 J. Molina ('79)

Lionel Messi gerði eina markið í fyrri hálfleik er Barcelona tók á móti Granada í spænsku deildinni.

Barca gat farið á topp deildarinnar með sigri en gestirnir refsuðu eftir leikhlé.

Granada átti aðeins tvær marktilraunir sem hæfðu rammann í dag og fóru þær báðar í netið. Fyrst skoraði Darwin Machis og svo Jorge Molina.

Ronald Koeman, þjálfari Barca, var sendur upp í stúku á 66. mínútu leiksins í stöðunni 1-1 fyrir kjaftbrúk. Ástæðan er óljós og virtist þjálfarinn mjög hissa á ákvörðun dómarans.

Börsungar reyndu að koma til baka en marktilraunir þeirra hæfðu ekki rammann í síðari hálfleik. Barca er í þriðja sæti eftir tapið, tveimur stigum eftir toppliði Atletico Madrid. Aðeins þrjú stig skilja fjögur efstu lið deildarinnar að þegar fimm umferðir eru eftir.

Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem Granada leggur Barcelona að velli á Camp Nou. Liðin hafa mæst þar 25 sinnum.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner