Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 29. apríl 2021 09:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stöð 2 Sport áfram með íslenska boltann næstu fimm árin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla og kvenna verða áfram á Stöð 2 Sport næstu fimm árin.

Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, og Sýn, sem á og rekur Stöð 2 Sport, náðu samkomulagi um áframhaldandi samstarf.

Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt á efstu deildum á Íslandi frá 1997 og verður með hann alla vega til 2026.

Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna að því er kemur fram í tilkynnngu ÍTF.

Pepsi Max-deild karla hefst á morgun með leik ÍA og Vals. Pepsi Max-deild kvenna byrjar að rúlla 4. maí.

Tilkynning ÍTF
Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum.

ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð.

Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust.
Athugasemdir
banner