Vestri hefur náð samkomulagi við FH um að fá Arnór Borg Guðjohnsen á láni út tímabilið og fær þá einnig forkaupsrétt á leikmanninum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður sem hefur komið við sögu í fjórum leikjum með FH á þessari leiktíð.
Hann kom til FH frá Víkingi fyrir tveimur árum og skorað tvö deildarmörk á tíma sínum þar.
Vestri greinir frá því að hann sé kominn til félagsins á láni út tímabilið og er félagið með forkaupsrétt.
Senegalski miðjumaðurinn Abdourahmane Diagne er einnig kominn til Vestra.
Diagne er 19 ára gamall örvfættur miðjumaður. Báðir eru komnir með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍBV, sem fer fram á sunnudag í Vestmannaeyjum.
Athugasemdir