Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane gagnrýnir De Gea: Ekki að fara vinna titla fyrir Man Utd
Mynd: Getty Images

David De Gea markvörður Manchester United fékk viðurkenningu fyrir að halda oftast hreinu í deildinni í ár en hann hélt 17 sinnum hreinu.

Alisson, Nick Pope og Aaron Ramsdale komu á eftir honum en þeir héldu allir 14 sinnum hreinu.


Roy Keane fyrrum leikmaður Manchester United er þó langt því frá að vera hrifinn af De Gea og heimtar að fá nýjan markvörð.

„Manchester United gat ekki annað en bætt sig varnarlega frá síðasta ári því þeir voru svo lélegir. Þeir eru allir að klappa De Gea á bakið, ég myndi losna við hann strax. Hann er ekki að fara vinna titla fyrir Manchester United, klárlega ekki. Að leikmenn séu að klappa honum á bakið er fáránlegt, þetta er hans starf," sagði Keane.


Athugasemdir
banner
banner
banner