Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 29. maí 2024 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jökull: Búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni
'Það eru alltaf einhverjir sem koma inn í staðinn.'
'Það eru alltaf einhverjir sem koma inn í staðinn.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Horfum í hvað við viljum gera sjálfir'
'Horfum í hvað við viljum gera sjálfir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sennilega búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni'
'Sennilega búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var eiginlega sorglegt fyrir leikinn að Bjarni hafi látið henda sér út af'
'Það var eiginlega sorglegt fyrir leikinn að Bjarni hafi látið henda sér út af'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er frábært fyrir hann að geta komið og hjálpað til eins og ég veit að hann langar að gera'
'Það er frábært fyrir hann að geta komið og hjálpað til eins og ég veit að hann langar að gera'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Núna er hann kominn á þennan stað og verður bara betri held ég'
'Núna er hann kominn á þennan stað og verður bara betri held ég'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Það er erfitt fyrir mig að hafa sterka skoðun á því'
'Það er erfitt fyrir mig að hafa sterka skoðun á því'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Leikurinn leggst fáránlega vel í mig. Ég held að Valsarar verði beittir, vantaði aðeins upp á hjá þeim í síðasta leik en ég hef engar áhyggjur af því að það muni vanta upp á hjá þeim á morgun. Ég held þeir verði öflugir og þetta verður bara skemmtilegt," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Stjarnan heimsækir Val á N1 völlinn klukkan 18:00 á morgun.

„Hópurinn er að koma vel gíraður inn í þennan leik. Það eru alveg atriði úr síðasta leik og síðustu leikjum sem við viljum laga. Við vitum að við getum gert betur (en gegn KA), þó að við vitum að það hafi verið góður leikur. Það er mikill hugur í mönnum, mikil stemning og gaman."

„Úr síðasta leik tökum við út úr leiknum að við vorum mjög agressífir, það var góð ákefð, sterk liðsheild, menn voru að henda sér fyrir skot og finna menn ef þeir voru í betri stöðum. Svo höldum við áfram að reyna verða betri á nokkrum sviðum."


Skrítinn leikur
Hvað tekur Stjarnan út úr fyrri leiknum á móti Val í sumar?

„Það var svolítið skrítinn leikur, þeir misstu mann mjög réttilega út af og það hafði mikil áhrif á þann leik. Það var eiginlega sorglegt fyrir leikinn að Bjarni hafi látið henda sér út af, af því þetta hafði allt til þess að verða góður leikur. Þeir voru alveg að skapa sér og við vorum öflugir líka. Þetta var bara skrítinn leikur og ekkert sem við getum tekið úr þeim leik og sett inn í þennan leik. Það er langt liðið frá leiknum og á þeim tíma vorum við búnir að tapa báðum leikjunum okkar í deildinni. Í dag er meiri ró yfir öllu sem við erum að gera og meira 'aggression'. Ég held þessi leikur verði ólíkur þeim leik."

Nokkrir sem glíma við meiðsli
Það eru ekki allir heilir heilsu hjá Stjörnunni, einhverjir eru að glíma við meiðsli.

„Andri (Adolphsson) er að koma til baka, það getur vel verið að hann geti byrjað. Hilmar (Árni Halldórsson) er frá eitthvað aðeins lengur, Heiðar (Ægirsson) er ekki ennþá kominn til baka, er svona að byrja, Tóti (Þórarinn Ingi Valdimarsson) er meiddur og kemur vonandi til baka í næstu viku. Dolli (Adolf Daði Birgisson) verður frá í einhverjar vikur líka. Danni Finns (Daníel Finns Matthíasson) er búinn að vera aðeins frá, það á eftir að koma í ljós hvort að hann geti verið með á morgun."

„Það vantar eitthvað, en við höfum engar áhyggjur af því. Það eru alltaf einhverjir sem koma inn í staðinn. Við höfum verið með öfluga menn á bekknum og ungir strákar hafa komið inn og látið til sín taka sem er skemmtilegt. Þeir eru ekki bara að koma inn á til að koma inn á, heldur til þess að hjálpa liðinu. Það er alltaf skemmtilegt þegar það myndast tækifæri fyrir aðra til að koma inn."


Auðvitað ósammála því
Jökull býst við mjög agressífum leik á morgun, frá báðum liðum.

„Síðasti leikur á móti okkur er eina tapið þeirra í sumar og mér heyrðist á þeim að þeir hafi fundist það mjög ósanngjarnt og að þeir hafi verið betri allan leikinn, líka þegar þeir voru manni færri. Við erum auðvitað ósammála því. Ég held að þeir muni koma inn af rosalegum krafti inn í leikinn, held þeir ætli að vera agressífir og keyra svolítið í okkur. Við ætlum líka að vera agressífir. Bæði lið eru góð fótboltalið, held þetta verði góður fótboltaleikur og held það verði eitthvað um færi báðu megin. Bæði lið hafa gæði til að klára leikinn, þetta er bara spurning um hvernig það fer."

Horfa í sig sjálfa, ekki andstæðinginn
Þurfið þið að mæta þeim og þeirra ákefð?

„Ég myndi ekki segja að við þurfum að mæta þeim í neinu. Við mætum engum í ákefð eða baráttu. Við erum bara með okkar 'standard' varðandi okkar leik, við förum bara og viljum fylgja honum, horfum í hvað við viljum gera sjálfir. Þeir koma bara inn og spila sinn leik. Úr því verður einhver skemmtileg dýnamík."

Vangaveltur um tímasetninguna
Skiptir það máli að Valur spilaði á laugardaginn en Stjarnan á sunnudaginn?

„Nei, alls ekki. Við erum bara ferskir, léttir, glaðir og peppaðir og þeir örugglega líka. Ég held það skipti engu máli."

Allir þjálfararnir sem verða í eldlínunni á morgun voru spurðir út í tímasetninguna á leiknum og þá staðreynd að þetta eru leikir sem eru hluti af 14. umferð. Sú umferð fer fram á milli leikjanna í 1. umferð forkeppnanna í Evrópu.

„Það verður örugglega ágætt að hafa smá andrými í kringum í þessa Evrópuleiki." Jökull var spurður út í vangaveltur Halldórs Árnasonar. þjálfara Breiðabliks, sem velti því fyrir sér hvort það væri betra að fá andrými þegar lengra er liðið á forkeppnirnar.

„Það er ekkert sjálfgefið að komast áfram í Evrópukeppni, hef ekkert rosalega sterka skoðun á þessu. Ég hef gaman af því þegar það er þétt leikjadagskrá. Við eigum leik á morgun, svo eru tveir dagar og aftur leikur á sunnudag sem mér finnst geggjað. Auðvitað tekur þetta í fyrir lið til lengri tíma, en við erum með stóran hóp og treystum öllum okkar mönnum."

„Ég hef ekki reynsluna af því að spila eins marga leiki í Evrópu og þeir (Blikar). Það er erfitt fyrir mig að hafa sterka skoðun á því."


Sturlaður karakter
Óli Valur Ómarsson hefur verið valinn maður leiksins í síðustu tveimur sigrum Stjörnunnar. Hann hefur verið að spila vel hægra megin á vellinum hjá Stjörnunni. Óli er á láni frá sænska félaginu Sirius. Hvernig ertu að meta hans frammistöðu og kemur þér á óvart að hann hafi ekki verið í stærra hlutverki úti?

„Bæði og, hann lenti í mjög erfiðum meiðslum og er að koma til baka, að mig minnir, liðið er að hrökkva í gang. Mér sýndist þeir vera búnir að breyta aðeins hvernig leikmönnum þeir stilltu upp og ég veit ekki hvort að hann henti þessu liði akkúrat í dag eða hvort það kannski breytist aftur."

„Fyrir mér er hann framúrskarandi leikmaður og sturlaður karakter. Hann er búinn að spila fullt af leikjum í sumar."


Jökull vildi fá að hrósa fleiri leikmönnum í sínu liði: „Það kemur á óvart að þú sért ekki að spyrja mig út í Jóhann Árna (Gunnarsson) sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni. Svo eru fleiri, hafsentarnir; Sindri (Þór Ingimarsson) og Gummi (Guðmundur Kristjánsson) eru búnir að vera rosalegir, Örvar Logi (Örvarsson) líka. Það eru margir búnir að eiga svakalega góða leiki það sem af er. Óli Valur er einn af þeim. Helgi Fróði (Ingason) og Robbi (Róbert Frosti Þorkelsson) eru búnir að spila mjög vel, ég get haldið áfram..."

„Varðandi Óla Val þá er hann búinn að vera frábær, þurfti nokkra leiki til að ná sér í gang og núna er hann kominn á þennan stað og verður bara betri held ég."


Veit að hann langar til að hjálpa til
Talandi um Gumma Kristjáns, hann verður í leikbanni. Hvernig leysir þú það?

„Danni Lax kemur bara inn, hef litlar áhyggjur af því. Hann er frábær leikmaður, leiðtogi og er með kröfur á liðið varnarlega sem er gott. Það er frábært fyrir hann að geta komið inn í svona leik og geta hjálpað liðinu. Hann þyrstir alltaf í að hjálpa til, geta hjálpað liðinu að halda hreinu. Við höfum gert það nokkrum sinnum, en ekki eins oft og við hefðum viljað. Það er frábært fyrir hann að geta komið og hjálpað til eins og ég veit að hann langar að gera."
Athugasemdir
banner
banner