Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Modric: Get haldið áfram að spila á hæsta gæðastigi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er ekki tilbúinn til að leggja fótboltaskóna á hilluna þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Modric, sem verður 39 ára í september, hefur verið í mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá Real Madrid á frábæru tímabili fyrir félagið þar sem liðið sigraði spænsku deildina og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Tæknilega séð verður Modric samningslaus í sumar en allar líkur eru á því að Real bjóði honum eins árs samning þar sem Króatinn kom við sögu í 45 leikjum á tímabilinu, skoraði tvö mörk og gaf átta stoðsendingar.

Hann kom stundum inn af bekknum en ekki oft, þar sem hann lék vel yfir 2000 mínútur í heildina á leiktíðinni.

„Ég er búinn að taka ákvörðun varðandi framtíðina en ég má ekki segja frá henni strax. Ég hef alltaf sagt að ég vil leggja skóna á hilluna hjá Real Madrid, það er draumurinn minn. Þetta er heimilið mitt, þetta er félag lífs míns. Ég vil vera kvaddur eins og Toni Kroos," sagði Modric þegar hann var spurður út í framtíðina.

Hann var svo spurður hvort hann hyggðist taka að sér hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari.

„Ég veit ekki hvaðan þetta kemur... en nei. Ég er ekki aðstoðarþjálfari. Ég er ennþá leikmaður, það er það sem ég vil gera. Ég vil spila!

„Ég get ekki sagt hvenær ég mun hætta, það fer algjörlega eftir því hvernig mér líður. Eins og staðan er í dag þá líður mér svo vel líkamlega að ég er viss um að ég geti haldið áfram að spila fótbolta á hæsta gæðastigi. Ég er ekkert að hugsa um aldurinn, mér líður frábærlega og það er allt sem skiptir máli."


Varnarmaðurinn þaulreyndi Nacho Fernández tók í svipaða strengi, en hann er 34 ára og rennur einnig út á samningi í sumar.

„Ég er búinn að taka ákvörðun um framtíðina en ég má ekki segja frá henni núna, þetta er ekki rétt tímasetning."
Athugasemdir
banner
banner
banner