Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 29. júní 2020 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Celades rekinn frá Valencia (Staðfest)
Valencia hefur látið stjórann Albert Celades fara frá félaginu. Þetta kemur í kjölfar slæmra úrslita upp á síðkastið en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu sex lekjum sínum í spænsku La Liga.

Valencia er í 8. sæti deildarinnar, stigi frá Real Sociedad, sem situr í síðasta Evrópudeildarsætinu. Valencia hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Eibar og Villarreal, án þess að skora mark.

Celades er 44 ára gamall og var hann meðal annars leikmaður Barcelona og Real Madrid á sínum leikmannaferli. Hann tók við Valencia fyrir þessa leiktíð en áður hafði hann verið aðstoðarmaður hjá Real Madrid og spænska landsliðinu.

Voro González stýrir liði Valencia til bráðabirgða út þessa leiktíð.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir