mán 29. júní 2020 09:14
Magnús Már Einarsson
Liverpool á undan Man City í baráttunni um Koulibaly
Powerade
Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish
Jack Grealish
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru að skoða hvað gæti gerst á markaðinum í sumar. Hér er helsta slúðrið í dag.



Liverpool er komið á undan Manchester City í baráttunni um miðvörðinn Kalidou Koulibaly (29) eftir að hafa boðið Dejan Lovren til Napoli sem hluta af skiptunum. (Tuttosport)

Inter er að reyna að framlengja lánssamninginn við Alexis Sanchez, leikmann Manchester United, en viðræður ganga erfiðlega. (Sky Sports Ítalía)

Erik ten Hag, þjálfari Ajax, hefur gefið í skyn að varnarmaðurinn Nicolas Tagliafico (27) og Andre Onana (24) gætu verið á förum í sumar en Chelsea hefur sýnt þeim áhuga. Donny van de Beek (23) gæti líka verið á förum en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Express)

Manchester City er að fá Pablo Moreno (18) frá Juventus en portúgalski kantmaðurinn Felix Correia (19) fer til ítalska félagsins í staðinn. (Goal)

Jack Grealish (24) er að færast nær Manchester United en hann hefur keypt hús í Norð-vestur Englandi. (Express)

Aston Villa ætlar að láta stjórann Dean Smth klára tímabilið þrátt fyrir sex töp í síðustu átta leikjum. (Telegraph)

Inter er að íhuga að selja varnarmanninn Milan Skriniar (25) í sumra en Manchester City hefur meðal annars sýnt áhuga. Sergio Aguero gæti farið sem hluti af kaupverðinu. (Calciomercaot)

Benfica vill fá Mauricio Pochettino sem þjálfara. (Record)

Southamton er tilbúið að lána markvörðinn Fraser Forster (32) aftur til Celtic ef miðjumaðurinn Oliver Ntcham (24) kemur í staðinn til félagsins frá skosku meisturunum. (Sun)

Celtic ætlar að reyna að fá Joe Hart (33) í markið ef félagið nær ekki að halda Forster. (Daily Record)

Salomon Kalou (34), fyrrum framherji Chelsea, er á förum frá Hertha Berlin í Þýskalandi. Kalou er að semja við Botafogo í Brasilíu. (Yahoo Sports)

Torino er reiðbúið að selja varnarmanninn Ola Aina (23) en Everton og West Ham hafa áhuga. (Inside Futbol)
Athugasemdir
banner
banner
banner