Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 09:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Útskýrir af hverju leikurinn er á svo skrítnum tíma
Icelandair
Leikmenn Íslands gefa aðdáendum áritanir.
Leikmenn Íslands gefa aðdáendum áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er frekar skrítin tímasetning á leik Íslands og Póllands í dag, en hann hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma og 15:30 að staðartíma í Póllandi.

Mikið af fólki heima getur ekki fylgst með leiknum þar sem í dag er jú miðvikudagur og á þessum tíma er flest fólk í vinnunni.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, útskýrði af hverju tímasetningin væri svona er hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

„Sama ástæða og leiktími er alltaf ákveðinn í landsleikjum. Heimaþjóðin ræður í samráði við sjónvarpsstöðina sem sýnir frá leiknum. Þetta er nákvæmlega sama eins og heima þar sem við ráðum leiktíma og gerum það í samstarfi við RÚV," sagði Steini.

„Þau ráða þessu og það er ekkert annað um það að segja. Fyrir okkur - leikmenn og teymið - er þetta fínn leiktími. Þó þetta sé ekki draumaleiktími fyrir fólkið heima þá er þetta bara svona, þau ráða þessu."

Pólska sjónvarpið fær að ráða og þau völdu þennan tíma. Ef leikurinn hefði verið heima á Íslandi, þá er ljóst að leikurinn væri á allt öðrum tíma enda mikill áhugi á okkar liði heima fyrir.

Búist við um 1000 áhorfendum
Það er búist við um 800 til 1000 áhorfendum á leikinn sem fer fram á Stadion Grodzisk sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Poznan þar sem liðið hefur aðsetur í augnablikinu. Ekki er vitað til þess að það verði Íslendingar á leiknum en það mun koma í ljós.

Við verðum með beina textalýsingu frá leiknum og þá verður hann einnig sýndur á RÚV.
Steini Halldórs: Þjóðirnar koma saman á mismunandi tímum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner