
Fjölnir mætti í heimsókn í Mosfellsbæ þar sem þeir léku gegn Aftureldingu í toppslag Lengjudeildarinnar. Staðan var 4-1 fyrir Aftureldingu í hálfleik en Fjölnismenn voru nálægt því að jafna leikinn undir lokin en leikar enduðu 4-3. Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 3 Fjölnir
Úr því sem komið var stoltur af liðinu að koma svona til baka, með smá meiri heppni hefðum við náð að jafna leikinn. Skrýtinn fyrri hálfleikur, fáum á okkur klaufalegt 1-0 mark en við svörum strax og fáum dauðafæri til að koma okkur yfir 2-1. Svo er þetta einhvern veginn allt inni hjá þeim. Þeir bara stúta okkur í lok fyrri hálfleiks.
Mikill meðbyr með Aftureldingu og mér fannst þessi fyrri hálfleikur detta þeirra megin, út á velli var þetta bara jafn leikur. Enn og aftur dettur boltinn fyrir framan Arnór Gauta og hann skorar. Boltinn sogast að honum og hann er bara að raða inn mörkum svona er þetta bara.
Það eru bara öll færi nýtt hjá þeim meðan við gerum ekki það sama. Ég hugsa ef maður skoðar þetta gamla góða XG í fyrri hálfleik þá er bara jafnt skor þar. 4-1 í hálfleik gefur ekki rétta mynd af hálfleiknum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir