Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 29. ágúst 2022 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Hannibal framlengir og fer til Birmingham (Staðfest)

Rich Fay hjá Manchester Evening News greinir frá því að Hannibal Mejbri sé að framlengja samning sinn við Manchester United um eitt ár áður en hann fer á lán til Birmingham City út tímabilið.


Hannibal er 19 ára miðjumaður og hafa mörg lið í Championship áhuga á honum. Hann þykir gríðarlega mikið efni og býst þjálfarateymi Man Utd við því að þessi leikmaður verði byrjunarliðsmaður í framtíðinni.

Núverandi samningur Hannibal gildir til 2026 og verður þetta í fyrsta sinn sem hann fer út á láni.

Hannibal hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með aðalliði Rauðu djöflanna en hann á 16 landsleiki að baki fyrir Túnis.

Birmingham er með fimm stig eftir sex fyrstu umferðir nýs tímabils í Championship. Liðið endaði með 47 stig úr 46 leikjum á síðustu leiktíð.

Uppfærsla: Birmingham hefur staðfest skiptin.


Athugasemdir