Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Hannibal framlengir og fer til Birmingham (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Rich Fay hjá Manchester Evening News greinir frá því að Hannibal Mejbri sé að framlengja samning sinn við Manchester United um eitt ár áður en hann fer á lán til Birmingham City út tímabilið.


Hannibal er 19 ára miðjumaður og hafa mörg lið í Championship áhuga á honum. Hann þykir gríðarlega mikið efni og býst þjálfarateymi Man Utd við því að þessi leikmaður verði byrjunarliðsmaður í framtíðinni.

Núverandi samningur Hannibal gildir til 2026 og verður þetta í fyrsta sinn sem hann fer út á láni.

Hannibal hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með aðalliði Rauðu djöflanna en hann á 16 landsleiki að baki fyrir Túnis.

Birmingham er með fimm stig eftir sex fyrstu umferðir nýs tímabils í Championship. Liðið endaði með 47 stig úr 46 leikjum á síðustu leiktíð.

Uppfærsla: Birmingham hefur staðfest skiptin.


Athugasemdir
banner
banner