Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 29. september 2023 00:01
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Raggi Sig: Mikill léttir
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tók á móti Keflavík í Úlfarsárdalnum í kvöld í leik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri myndu Framarar koma sér í góða stöðu í fallbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir og skilja ÍBV og Fylki eftir í sætunum fyrir neðan sig.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

„Mikil gleði og mikill léttir að ná í þessi þrjú stig“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn sem vannst 3-1.

Þetta var leikur sem var svolítið upp og niður þannig að við áttum góða kafla og síðan mjög slæma kafla líka þannig að við tökum þessi stig, þau eru kærkomin“ hélt hann svo áfram.

Aðspurður hvert upplegg liðsins hafi verið fyrir leikinn segir hann:

Bara að mæta þeim og reyna að pressa þá eins hátt og við gátum sem að gekk mjög vel á köflum. Það voru allt of langir kaflar í þessum leik þar sem að við droppum, þeir ná að ýta okkur niður og eru að krossa boltanum, stórhættulega krossa hérna inn í boxið og þá veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist og það var ekkert rosalega þægilegt. Það var karaktersigur að ná að klára þetta.

Fram byrjaði úrslitakeppnina á leik við HK í Kórnum þar sem þjálfarateymi Fram gerði nokkuð óvæntar breytingar á byrjunarliðinu og ungir og óreyndir menn komu inn. Þeir hafa haldið sæti sínu í liðinu síðan þá en það hlýtur að þýða að þeir séu að skila sínu?

Já, þeir eru að standa sig fáránlega vel. Við tókum reyndar Sigfús aftur út af í dag og ég veit ekki alveg hvort að það hafi verið rétt ákvörðun en þar sem að við vinnum leikinn þá held ég að við getum bara verið sáttir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner