Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   fös 29. september 2023 00:01
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Raggi Sig: Mikill léttir
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tók á móti Keflavík í Úlfarsárdalnum í kvöld í leik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri myndu Framarar koma sér í góða stöðu í fallbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir og skilja ÍBV og Fylki eftir í sætunum fyrir neðan sig.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

„Mikil gleði og mikill léttir að ná í þessi þrjú stig“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn sem vannst 3-1.

Þetta var leikur sem var svolítið upp og niður þannig að við áttum góða kafla og síðan mjög slæma kafla líka þannig að við tökum þessi stig, þau eru kærkomin“ hélt hann svo áfram.

Aðspurður hvert upplegg liðsins hafi verið fyrir leikinn segir hann:

Bara að mæta þeim og reyna að pressa þá eins hátt og við gátum sem að gekk mjög vel á köflum. Það voru allt of langir kaflar í þessum leik þar sem að við droppum, þeir ná að ýta okkur niður og eru að krossa boltanum, stórhættulega krossa hérna inn í boxið og þá veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist og það var ekkert rosalega þægilegt. Það var karaktersigur að ná að klára þetta.

Fram byrjaði úrslitakeppnina á leik við HK í Kórnum þar sem þjálfarateymi Fram gerði nokkuð óvæntar breytingar á byrjunarliðinu og ungir og óreyndir menn komu inn. Þeir hafa haldið sæti sínu í liðinu síðan þá en það hlýtur að þýða að þeir séu að skila sínu?

Já, þeir eru að standa sig fáránlega vel. Við tókum reyndar Sigfús aftur út af í dag og ég veit ekki alveg hvort að það hafi verið rétt ákvörðun en þar sem að við vinnum leikinn þá held ég að við getum bara verið sáttir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner