Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 29. september 2023 00:01
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Raggi Sig: Mikill léttir
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tók á móti Keflavík í Úlfarsárdalnum í kvöld í leik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri myndu Framarar koma sér í góða stöðu í fallbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir og skilja ÍBV og Fylki eftir í sætunum fyrir neðan sig.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

„Mikil gleði og mikill léttir að ná í þessi þrjú stig“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn sem vannst 3-1.

Þetta var leikur sem var svolítið upp og niður þannig að við áttum góða kafla og síðan mjög slæma kafla líka þannig að við tökum þessi stig, þau eru kærkomin“ hélt hann svo áfram.

Aðspurður hvert upplegg liðsins hafi verið fyrir leikinn segir hann:

Bara að mæta þeim og reyna að pressa þá eins hátt og við gátum sem að gekk mjög vel á köflum. Það voru allt of langir kaflar í þessum leik þar sem að við droppum, þeir ná að ýta okkur niður og eru að krossa boltanum, stórhættulega krossa hérna inn í boxið og þá veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist og það var ekkert rosalega þægilegt. Það var karaktersigur að ná að klára þetta.

Fram byrjaði úrslitakeppnina á leik við HK í Kórnum þar sem þjálfarateymi Fram gerði nokkuð óvæntar breytingar á byrjunarliðinu og ungir og óreyndir menn komu inn. Þeir hafa haldið sæti sínu í liðinu síðan þá en það hlýtur að þýða að þeir séu að skila sínu?

Já, þeir eru að standa sig fáránlega vel. Við tókum reyndar Sigfús aftur út af í dag og ég veit ekki alveg hvort að það hafi verið rétt ákvörðun en þar sem að við vinnum leikinn þá held ég að við getum bara verið sáttir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner