Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 29. september 2023 00:01
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Raggi Sig: Mikill léttir
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tók á móti Keflavík í Úlfarsárdalnum í kvöld í leik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Með sigri myndu Framarar koma sér í góða stöðu í fallbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir og skilja ÍBV og Fylki eftir í sætunum fyrir neðan sig.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Keflavík

„Mikil gleði og mikill léttir að ná í þessi þrjú stig“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn sem vannst 3-1.

Þetta var leikur sem var svolítið upp og niður þannig að við áttum góða kafla og síðan mjög slæma kafla líka þannig að við tökum þessi stig, þau eru kærkomin“ hélt hann svo áfram.

Aðspurður hvert upplegg liðsins hafi verið fyrir leikinn segir hann:

Bara að mæta þeim og reyna að pressa þá eins hátt og við gátum sem að gekk mjög vel á köflum. Það voru allt of langir kaflar í þessum leik þar sem að við droppum, þeir ná að ýta okkur niður og eru að krossa boltanum, stórhættulega krossa hérna inn í boxið og þá veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist og það var ekkert rosalega þægilegt. Það var karaktersigur að ná að klára þetta.

Fram byrjaði úrslitakeppnina á leik við HK í Kórnum þar sem þjálfarateymi Fram gerði nokkuð óvæntar breytingar á byrjunarliðinu og ungir og óreyndir menn komu inn. Þeir hafa haldið sæti sínu í liðinu síðan þá en það hlýtur að þýða að þeir séu að skila sínu?

Já, þeir eru að standa sig fáránlega vel. Við tókum reyndar Sigfús aftur út af í dag og ég veit ekki alveg hvort að það hafi verið rétt ákvörðun en þar sem að við vinnum leikinn þá held ég að við getum bara verið sáttir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner