Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 29. september 2023 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund á toppinn eftir erfiðan slag
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Hoffenheim 1 - 3 Borussia Dortmund
0-1 Niclas Fullkrug ('18)
1-1 Andrej Kramaric ('25, víti)
1-2 Marco Reus ('45)
1-3 Julian Ryerson ('95)
Rautt spjald: Ramy Bensebaini, Dortmund ('71)


Hoffenheim og Borussia Dortmund áttust við í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum og tóku gestirnir frá Dortmund forystuna á átjándu mínútu þegar Niclas Füllkrug skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna.

Andrej Kramaric jafnaði þó skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu eftir misheppnaða tæklingu Mats Hummels á vítateigslínunni. Dómari leiksins ætlaði upprunalega að dæma aukaspyrnu en benti á vítapunktinn eftir að hafa fengið orð í eyra, þar sem ekki var ljóst hvort brotið hafi átt sér stað fyrir innan eða utan vítateigsins.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum út fyrri hálfleikinn en Hoffenheim virkaði þó beittari í sínum sóknaraðgerðum. Þrátt fyrir það tókst Dortmund að taka forystuna aftur fyrir leikhlé, í þetta sinn var kempan Marco Reus á ferðinni. Hann var réttur maður á réttum stað þegar boltinn datt fyrir hann innan vítateigs og skoraði af stuttu færi.

Hoffenheim skapaði sér hættuleg færi í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna þrátt fyrir að spila síðustu 25 mínúturnar leikmanni fleiri eftir að Ramy Bensebaini var rekinn af velli með tvö gul spjöld.

Hoffenheim lagði allt í sóknarleikinn undir lokin og refsuðu gestirnir frá Dortmund með marki seint í uppbótartíma.

Lokatölur 1-3 og er Dortmund á toppi þýsku deildarinnar sem stendur, með 14 stig eftir 8 umferðir. Hoffenheim hefur einnig farið vel af stað og er tveimur stigum á eftir Dortmund.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner