Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 29. september 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var ekki okkar besti leikur, við vorum að ströggla svolítið í fyrri hálfleik. Við byrjuðum reyndar ágætlega, skorum eftir 30 sekúndur svo fjaraði aðeins undan þessu." Sagði Steinþór Már Auðunsson leikmaður KA eftir að liðið hans vann Fylki 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

KA hefur ekki mikið að spila fyrir það sem eftir er af mótinu þar sem þeir geta ekki fallið. Þeir eru einnig nýkrýndir bikarmeistarar og því mikið verið talað um að þeir gætu spilað þessu leiki sem eftir er í einhverri 'bikarþynnku'.

„Það er eflaust hægt að tala um bikarþynnku. Mér finnst það samt ekki nein afsökun, við eigum bara að klára þessa leiki, og fara í þetta að fullri einbeitingu þó við séum að keppa um rosalega lítið."

KA endaði síðasta tímabil sem besta liðið í neðri hlutanum og þeir hafa það sem markmið núna að gera það aftur.

„Við stefnum alltaf á Forsetabikarinn, það væri gaman að vinna þrefalt. Taka Kjarnafæðismótið, Mjólkurbikarinn og Forsetabikarinn, það væri ekki leiðinlegt."

Steinþór varði víti á lokasekúndu leiksins. Góð markvarsla hjá honum og alls ekki hans fyrsta víta varsla.

„Maður er orðinn gamall, og farinn að reyna að lesa í menn. Það er farið að heppnast oftar en ekki."

Steinþór vakti mikla athygli eftir Bikarúrslitaleikinn þar sem hann mætti í viðtöl eftir leik og fólki þótti hann mjög skemmtilegur.

„Það hafa nokkrir haft samband, en þó ekki mikið. Það er aðallega verið að gera grína af manni í vinnunni og inni í klefanum og svona."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner