Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var eðlilega sáttur að leikslokum þar sem hans lið vann Víkinga í lokaleik Bestu deildarinnar og lyfti skyldinum í fyrsta sinn í sögunni.
Óskar fór yfir víðan völl í viðtalinu og staðfesti meðal annars sögusagnir síðustu daga ásamt því að fara yfir fyrirkomulag deildarinnar sem var gagnrýnt af mörgum undanfarið.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.
„Hún er bara virkilega góð, ekkert eitthvað sem að maður var búinn að spá í hvernig væri, en þetta er öflug stund. Nú hugsar maður bara hvernig maður getur sótt þennan skjöld aftur, það verður verkefni vetrarins að undirbúa aðra sókn á þennan skjöld.''
Óskar var einn þeirra sem var sagður hafa gagnrýnt fyrirkomulagið, væri ekki best að pressa síðustu umferðirnar í þrjár vikur og spila þéttar?
„Það var nú það sem ég meinti með orðum mínum um að þetta væri eins og bók sem væri 100 blaðsíðum of löng, það var ekki það að ég væri ósáttur við að þetta væru 27 leikir. Ef við tökum bókina aftur þá viljum við hafa allt í þessari bók en þú vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar. Þú vilt hafa þetta aðeins þéttar, ef við getum sett síðustu fimm umferðirnar á laugardaga og miðvikudaga þá væri það strax mikil bæting.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.