Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
banner
   lau 29. október 2022 17:01
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var eðlilega sáttur að leikslokum þar sem hans lið vann Víkinga í lokaleik Bestu deildarinnar og lyfti skyldinum í fyrsta sinn í sögunni.

Óskar fór yfir víðan völl í viðtalinu og staðfesti meðal annars sögusagnir síðustu daga ásamt því að fara yfir fyrirkomulag deildarinnar sem var gagnrýnt af mörgum undanfarið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er bara virkilega góð, ekkert eitthvað sem að maður var búinn að spá í hvernig væri, en þetta er öflug stund. Nú hugsar maður bara hvernig maður getur sótt þennan skjöld aftur, það verður verkefni vetrarins að undirbúa aðra sókn á þennan skjöld.''

Óskar var einn þeirra sem var sagður hafa gagnrýnt fyrirkomulagið, væri ekki best að pressa síðustu umferðirnar í þrjár vikur og spila þéttar?

„Það var nú það sem ég meinti með orðum mínum um að þetta væri eins og bók sem væri 100 blaðsíðum of löng, það var ekki það að ég væri ósáttur við að þetta væru 27 leikir. Ef við tökum bókina aftur þá viljum við hafa allt í þessari bók en þú vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar. Þú vilt hafa þetta aðeins þéttar, ef við getum sett síðustu fimm umferðirnar á laugardaga og miðvikudaga þá væri það strax mikil bæting.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner