Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 29. október 2022 17:01
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var eðlilega sáttur að leikslokum þar sem hans lið vann Víkinga í lokaleik Bestu deildarinnar og lyfti skyldinum í fyrsta sinn í sögunni.

Óskar fór yfir víðan völl í viðtalinu og staðfesti meðal annars sögusagnir síðustu daga ásamt því að fara yfir fyrirkomulag deildarinnar sem var gagnrýnt af mörgum undanfarið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er bara virkilega góð, ekkert eitthvað sem að maður var búinn að spá í hvernig væri, en þetta er öflug stund. Nú hugsar maður bara hvernig maður getur sótt þennan skjöld aftur, það verður verkefni vetrarins að undirbúa aðra sókn á þennan skjöld.''

Óskar var einn þeirra sem var sagður hafa gagnrýnt fyrirkomulagið, væri ekki best að pressa síðustu umferðirnar í þrjár vikur og spila þéttar?

„Það var nú það sem ég meinti með orðum mínum um að þetta væri eins og bók sem væri 100 blaðsíðum of löng, það var ekki það að ég væri ósáttur við að þetta væru 27 leikir. Ef við tökum bókina aftur þá viljum við hafa allt í þessari bók en þú vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar. Þú vilt hafa þetta aðeins þéttar, ef við getum sett síðustu fimm umferðirnar á laugardaga og miðvikudaga þá væri það strax mikil bæting.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner