Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   lau 29. október 2022 17:01
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var eðlilega sáttur að leikslokum þar sem hans lið vann Víkinga í lokaleik Bestu deildarinnar og lyfti skyldinum í fyrsta sinn í sögunni.

Óskar fór yfir víðan völl í viðtalinu og staðfesti meðal annars sögusagnir síðustu daga ásamt því að fara yfir fyrirkomulag deildarinnar sem var gagnrýnt af mörgum undanfarið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er bara virkilega góð, ekkert eitthvað sem að maður var búinn að spá í hvernig væri, en þetta er öflug stund. Nú hugsar maður bara hvernig maður getur sótt þennan skjöld aftur, það verður verkefni vetrarins að undirbúa aðra sókn á þennan skjöld.''

Óskar var einn þeirra sem var sagður hafa gagnrýnt fyrirkomulagið, væri ekki best að pressa síðustu umferðirnar í þrjár vikur og spila þéttar?

„Það var nú það sem ég meinti með orðum mínum um að þetta væri eins og bók sem væri 100 blaðsíðum of löng, það var ekki það að ég væri ósáttur við að þetta væru 27 leikir. Ef við tökum bókina aftur þá viljum við hafa allt í þessari bók en þú vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar. Þú vilt hafa þetta aðeins þéttar, ef við getum sett síðustu fimm umferðirnar á laugardaga og miðvikudaga þá væri það strax mikil bæting.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner