
Hollendingurinn Danny Makkelie mun dæma stórleik Póllands og Argentínu í lokaumferð C-riðils á morgun. Makkelie er meðal bestu dómara heims og dæmdi stórleik Spánar og Þýskalands á sunnudaginn.
Ef lið frá sitthvorri heimsálfunni hafa mæst á HM hefur FIFA hingað til látið dómara frá annarri heimsálfu dæma þann leik. En nú er vikið frá þeirri reglu.
Makkelie, sem er fyrrum lögreglumaður, er talinn eiga góða möguleika á að dæma úrslitaleik HM
Ef lið frá sitthvorri heimsálfunni hafa mæst á HM hefur FIFA hingað til látið dómara frá annarri heimsálfu dæma þann leik. En nú er vikið frá þeirri reglu.
Makkelie, sem er fyrrum lögreglumaður, er talinn eiga góða möguleika á að dæma úrslitaleik HM
Pólland þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Argentínu til að komast áfram. Argentína er örugg áfram með sigri.
Hér má sjá hverjir dæma komandi leiki á HM:
Leikir dagsins:
Ekvador - Senegal
Clément Turpin (Frakkland)
Holland - Katar
Bakary Gassama (Gambía)
Wales - England
Slavko Vincic (Slóvenía)
Íran - Bandaríkin
Antonio Mateu Lahoz (Spánn)
Miðvikudagur:
Ástralía - Danmörk
Mustapha Ghorbal (Alsír)
Túnis - Frakkland
Matthew Conger (Nýja-Sjáland)
Pólland - Argentína
Danny Makkelie (Holland)
Sádi-Arabía - Mexíkó
Michael Oliver (England)
Athugasemdir