Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Eitt stig sem skilur toppliðin fimm að
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Fjórtánda umferð ítalska deildartímabilsins fer af stað í kvöld þegar Cagliari og Verona eigast við í fallbaráttuslag.

Á morgun, laugardag, á Milan heimaleik við Empoli áður en Mikael Egill Ellertsson, Bjarki Steinn Bjarkason og félagar í botnliði Venezia heimsækja Bologna.

Topplið Napoli heimsækir Torino á sunnudaginn, áður en Fiorentina tekur á móti Ítalíumeisturum Inter í toppslag en Albert Guðmundsson hefur verið fjarverandi vegna meiðsla undanfarnar vikur.

Juventus heimsækir svo Lecce á sunnudagskvöldið í næstsíðasta leik helgarinnar.

Síðasti leikurinn fer fram í höfuðborginni, þar sem AS Roma tekur á móti toppbaráttuliði Atalanta.

Til gamans má geta að það er aðeins eitt stig sem skilur fimm efstu lið ítölsku deildarinnar að.

Föstudagur
19:45 Cagliari - Verona

Laugardagur
14:00 Como - Monza
17:00 Milan - Empoli
19:45 Bologna - Venezia

Sunnudagur
11:30 Udinese - Genoa
14:00 Parma - Lazio
14:00 Torino - Napoli
17:00 Fiorentina - Inter
19:45 Lecce - Juventus

Mánudagur
19:45 Roma - Atalanta
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 15 10 2 3 37 17 +20 32
2 Napoli 14 10 2 2 21 9 +12 32
3 Inter 14 9 4 1 34 15 +19 31
4 Fiorentina 13 8 4 1 27 10 +17 28
5 Lazio 14 9 1 4 29 17 +12 28
6 Juventus 14 6 8 0 22 8 +14 26
7 Milan 14 6 5 3 24 15 +9 23
8 Bologna 13 5 6 2 18 16 +2 21
9 Udinese 14 5 2 7 16 21 -5 17
10 Empoli 14 3 7 4 10 14 -4 16
11 Torino 14 4 3 7 16 20 -4 15
12 Parma 15 3 6 6 21 25 -4 15
13 Cagliari 14 3 5 6 15 24 -9 14
14 Genoa 14 3 5 6 13 24 -11 14
15 Roma 14 3 4 7 14 20 -6 13
16 Lecce 14 3 4 7 7 22 -15 13
17 Verona 14 4 0 10 17 33 -16 12
18 Como 14 2 5 7 14 26 -12 11
19 Monza 14 1 7 6 12 17 -5 10
20 Venezia 14 2 2 10 11 25 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner