Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fim 30. mars 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison og Romero hótuðu að fara ef Conte yrði ekki rekinn
Richarlison í leik með Tottenham.
Richarlison í leik með Tottenham.
Mynd: EPA
Argentínskur fjölmiðlamaður segir að tveir af leikmönnum Tottenham hafi hótað því að yfirgefa félagið ef Antonio Conte myndi halda starfi sínu hjá Spurs.

Conte var um síðustu helgi rekinn úr stjórastarfi sínu hjá félaginu, en stuttu áður hafði hann látið leikmenn sína gjörsamlega heyra það á fréttamannafundi.

Fjölmiðlamaðurinn Gaston Edul segir frá því á TyC að bæði Cristian Romero og Richarlison séu ánægðir að vera lausir við Conte.

Þeir voru báðir ósáttir við aðferðir Conte og sögðu stjórn félagsins frá því að þeir vildu yfirgefa félagið ef Ítalinn fengi að vera áfram.

Richarlison var keyptur til Tottenham síðasta sumar en hefur ekki verið í einu aðalhlutverki. Hann sagði það opinberlega á dögunum að hann væri ósáttur við spiltíma sinn.

Fleiri leikmenn innan félagsins eru sagðir fagna því að Conte sé farinn. Dejan Kulusevski ítrekaði það fyrir stuttu að hópurinn stæði með félaginu í þessari ákvörðunartöku.
Athugasemdir
banner
banner
banner