Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
   þri 30. apríl 2019 14:42
Arnar Daði Arnarsson
Hlustaðu á lagið sem Logi samdi um markið og klobbana tvo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson leikmaður Víkings R. sló heldur betur í gegn í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn síðastliðinn þegar hann kom inná sem varamaður eftir að Dofri Snorrason meiddist.

Logi skoraði stórbrotið mark í leiknum og lagði upp annað seinna í leiknum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

Logi hefur verið að gera tónlist undanfarna mánuði og nú hefur hann gefið út lag þar sem hann syngur um markið sitt. Í textanum segir til að mynda.

„Ég púlla upp á Hlíðarenda, hendi í tvo klobba þú veist hvernig þetta endar. Ég mætti til að taka yfir, svo vinur ekki vera fyrir."

„Spurði mig hvort eitthvað sé að frétta. Verð að viðurkenna mér finnst svolítið nett að, að hafa klobbað tvo og síðan sett´ann."

Með honum í laginu eru tveir aðrir knattspyrnumenn, þeir Viktor Jónsson leikmaður ÍA og Reynir Haraldsson leikmaður ÍR.

„Við strákarnir sömdum þetta um helgina í mómentinu. Þetta er allt saman gert á léttu nótunum. Þetta átti aðeins að vera fyrir vini mína en svo fór lagið að dreifast útum allt," sagði Logi við Fótbolta.net

Hægt er að hlusta á lagið hér að ofan.

Sjá einnig:
Hver er Logi Tómasson? - „Ég er frekar ofvirkur"
Athugasemdir