Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Þig er ekki að dreyma, Liverpool eru Englandsmeistarar!
Enski boltinn - Liverpool er Englandsmeistari 2025 (Staðfest)
Tveggja Turna Tal - Guðjón Örn Ingólfsson
Grasrótin - Upphitun fyrir 4 og 5. deild
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Hugarburðarbolti GW 33 Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar.
Grasrótin - Upphitun fyrir 3. deild
Grasrótin - Upphitun fyrir 2. deild
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
   þri 30. apríl 2019 14:42
Arnar Daði Arnarsson
Hlustaðu á lagið sem Logi samdi um markið og klobbana tvo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson leikmaður Víkings R. sló heldur betur í gegn í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn síðastliðinn þegar hann kom inná sem varamaður eftir að Dofri Snorrason meiddist.

Logi skoraði stórbrotið mark í leiknum og lagði upp annað seinna í leiknum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

Logi hefur verið að gera tónlist undanfarna mánuði og nú hefur hann gefið út lag þar sem hann syngur um markið sitt. Í textanum segir til að mynda.

„Ég púlla upp á Hlíðarenda, hendi í tvo klobba þú veist hvernig þetta endar. Ég mætti til að taka yfir, svo vinur ekki vera fyrir."

„Spurði mig hvort eitthvað sé að frétta. Verð að viðurkenna mér finnst svolítið nett að, að hafa klobbað tvo og síðan sett´ann."

Með honum í laginu eru tveir aðrir knattspyrnumenn, þeir Viktor Jónsson leikmaður ÍA og Reynir Haraldsson leikmaður ÍR.

„Við strákarnir sömdum þetta um helgina í mómentinu. Þetta er allt saman gert á léttu nótunum. Þetta átti aðeins að vera fyrir vini mína en svo fór lagið að dreifast útum allt," sagði Logi við Fótbolta.net

Hægt er að hlusta á lagið hér að ofan.

Sjá einnig:
Hver er Logi Tómasson? - „Ég er frekar ofvirkur"
Athugasemdir