West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
Uppbótartíminn - Besta lið Íslandssögunnar?
Innkastið - Vafasamir vítadómar og KR í fallsæti
   þri 30. apríl 2019 14:42
Arnar Daði Arnarsson
Hlustaðu á lagið sem Logi samdi um markið og klobbana tvo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson leikmaður Víkings R. sló heldur betur í gegn í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn síðastliðinn þegar hann kom inná sem varamaður eftir að Dofri Snorrason meiddist.

Logi skoraði stórbrotið mark í leiknum og lagði upp annað seinna í leiknum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

Logi hefur verið að gera tónlist undanfarna mánuði og nú hefur hann gefið út lag þar sem hann syngur um markið sitt. Í textanum segir til að mynda.

„Ég púlla upp á Hlíðarenda, hendi í tvo klobba þú veist hvernig þetta endar. Ég mætti til að taka yfir, svo vinur ekki vera fyrir."

„Spurði mig hvort eitthvað sé að frétta. Verð að viðurkenna mér finnst svolítið nett að, að hafa klobbað tvo og síðan sett´ann."

Með honum í laginu eru tveir aðrir knattspyrnumenn, þeir Viktor Jónsson leikmaður ÍA og Reynir Haraldsson leikmaður ÍR.

„Við strákarnir sömdum þetta um helgina í mómentinu. Þetta er allt saman gert á léttu nótunum. Þetta átti aðeins að vera fyrir vini mína en svo fór lagið að dreifast útum allt," sagði Logi við Fótbolta.net

Hægt er að hlusta á lagið hér að ofan.

Sjá einnig:
Hver er Logi Tómasson? - „Ég er frekar ofvirkur"
Athugasemdir
banner