Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
   þri 30. apríl 2019 14:42
Arnar Daði Arnarsson
Hlustaðu á lagið sem Logi samdi um markið og klobbana tvo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson leikmaður Víkings R. sló heldur betur í gegn í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn síðastliðinn þegar hann kom inná sem varamaður eftir að Dofri Snorrason meiddist.

Logi skoraði stórbrotið mark í leiknum og lagði upp annað seinna í leiknum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

Logi hefur verið að gera tónlist undanfarna mánuði og nú hefur hann gefið út lag þar sem hann syngur um markið sitt. Í textanum segir til að mynda.

„Ég púlla upp á Hlíðarenda, hendi í tvo klobba þú veist hvernig þetta endar. Ég mætti til að taka yfir, svo vinur ekki vera fyrir."

„Spurði mig hvort eitthvað sé að frétta. Verð að viðurkenna mér finnst svolítið nett að, að hafa klobbað tvo og síðan sett´ann."

Með honum í laginu eru tveir aðrir knattspyrnumenn, þeir Viktor Jónsson leikmaður ÍA og Reynir Haraldsson leikmaður ÍR.

„Við strákarnir sömdum þetta um helgina í mómentinu. Þetta er allt saman gert á léttu nótunum. Þetta átti aðeins að vera fyrir vini mína en svo fór lagið að dreifast útum allt," sagði Logi við Fótbolta.net

Hægt er að hlusta á lagið hér að ofan.

Sjá einnig:
Hver er Logi Tómasson? - „Ég er frekar ofvirkur"
Athugasemdir
banner