Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
Enski boltinn - Hákon Arnar, þrot hjá Tottenham og umtalað rautt spjald
Tveggja Turna Tal - Davíð Snorri Jónasson
Útvarpsþátturinn - Nýtt teymi í Víkinni, VV og KA skýrsla
Hugarburðarbolti GW 22 Justin Kluivert með Dillon þrennu!
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Enski boltinn - Góð gen, Darwizzy og brotið sjónvarp á Old Trafford
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
   þri 30. apríl 2019 14:42
Arnar Daði Arnarsson
Hlustaðu á lagið sem Logi samdi um markið og klobbana tvo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson leikmaður Víkings R. sló heldur betur í gegn í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn síðastliðinn þegar hann kom inná sem varamaður eftir að Dofri Snorrason meiddist.

Logi skoraði stórbrotið mark í leiknum og lagði upp annað seinna í leiknum. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

Logi hefur verið að gera tónlist undanfarna mánuði og nú hefur hann gefið út lag þar sem hann syngur um markið sitt. Í textanum segir til að mynda.

„Ég púlla upp á Hlíðarenda, hendi í tvo klobba þú veist hvernig þetta endar. Ég mætti til að taka yfir, svo vinur ekki vera fyrir."

„Spurði mig hvort eitthvað sé að frétta. Verð að viðurkenna mér finnst svolítið nett að, að hafa klobbað tvo og síðan sett´ann."

Með honum í laginu eru tveir aðrir knattspyrnumenn, þeir Viktor Jónsson leikmaður ÍA og Reynir Haraldsson leikmaður ÍR.

„Við strákarnir sömdum þetta um helgina í mómentinu. Þetta er allt saman gert á léttu nótunum. Þetta átti aðeins að vera fyrir vini mína en svo fór lagið að dreifast útum allt," sagði Logi við Fótbolta.net

Hægt er að hlusta á lagið hér að ofan.

Sjá einnig:
Hver er Logi Tómasson? - „Ég er frekar ofvirkur"
Athugasemdir
banner
banner